14.2.2017 | 11:44
2572 - Tromparinn eilífi
Tölvan mín segir mér að bolludagur sé ekki fyrr en um næstu mánaðamót. Þessi mánuður er að vísu hálfnaður í næstu viku, en samt eru bakaríin farin að hamast við að auglýsa rjómabollurnar. Sennilega ætlast þau til að fólk sé að úða í sig slíkum bollum hvort sem það er bolludagur eða ekki. Ja, heimur versnandi fer.
Þetta innlegg setti ég á fésbókarfjárann áðan því ég var hræddur um að það yrði of gamalt þegar ég loksins mundi setja það á bloggið mitt. Það er að segja þetta með vikulokin. Ég vona svo sannarlega að mér takist að blogga oftar fyrir bolludaginn. Auk þess minnir mig að mér hafi verið fortalið að Herra Gúgli taki mun minna mark á fésbókarinnleggjum en samskonar vitleysu sem sett er í blogg. Þess vegna er þetta nú hér ennþá. Var nefnilega nýbúinn að senda frá mér blogg þegar mér datt þessi snilld í hug.
Í morgun (sunnudag) fór ég ekki út að labba fyrr en bjart var orðið. Einhverntíma hef ég að mig minnir skrifað um ruslatunnuveður. Það er þegar ruslatunnur í Kópvoginum fjúka og björgunarsveitarmenn hlaupa á eftir þeim. Í morgun var einskonar mávarok hér á Akranesi. En þá stunda mávar það í brekkunni við Langasand að æfa hverskonar fluglistir. Með því að vanda sig tekst þeim að halda nokkurn vegin kyrru fyrir í loftinu án þess að blaka vængjunum. Þessu fylgdist ég með langtímum saman í morgun. Björgunarsveitarmennirnir í Kópavogi hurfu hinsvegar snarlega fyrir næsta horn.
Er þá ruslatunnuveðrið verra en mávarokið? Já miklu hættulegra því tunnurnar geta hæglega fokið á mann en það gera mávarnir ekki.
Einu sinni var sagt að Pálmi Gestsson hermdi svo listilega eftir Halldóri Ásgrímssyni að menn ættu það til að ruglast á þeim. Verra er þetta í henni Ameríku, því Alec Baldwin ku herma svo vel eftir Donald Trump og líkjast honum svo mikið ef hann grettir sig hæfilega (sem minnir mig náttúrulega á söguna um Grettir Sig., en það er önnur saga.) Hann líkist Tromparanum semsagt svo mikið að útbreitt blað í Suður-Ameríku birti mynd af Alec Baldwin í gervi Trumps þegar það ætlaði að birta mynd af Tromparanum sjálfum.
Nú er ég einu sinni enn byrjaður að fjölyrða um Tromparann. Get bara ekki á mér setið. Áhugi minn á bandarískum stjórnmálum hefur vaxið undanfarna daga. Óneitanlega eru þetta áhugaverðir tímar hvað heimspólitíkina snertir sem við lifum núna. Fylgist nokkuð með bandarísku stórblöðunum og baráttu þeirra við furðufyrirbærið í Hvíta Húsinu. Washington Post (og reyndar fleiri blöð) gagnrýna forsetann ótæpilega. New York Times fer hinsvegar afar varlega í gagnrýni sinni. Donald Trump reynir að svara fyrir sig. Einkum með allskonar yfirlýsingum á Twitter-síðu sinni sem margir fylgjast með. Ferðabannið mistókst hjá honum og nú hefur einn helsti hernaðarráðgjafi hans verið rekinn. Ætli blaðafulltrúinn (les: blaðurfulltrúinn) verði ekki næstur. Eiginlega er þetta allt saman orðið æsispennandi. Kannski finnst mér þetta bara af því ég les blöðin og hef áhuga fyrir fréttum af þessu tagi, einmitt núna, hvað sem síðar verður.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.