2562 - Ný ríkisstjórn

Á síðasta þingi var Óttarr Proppé einn þeirra þingmanna sem ég bar einna mest traust til. Samt kaus ég ekki Bjarta Framtíð heldur Píratana. Ekki var það einkum vegna Birgittu Jónsdóttur eða Smára McCarty. Heldur hugnaðist mér betur stefnuskrá þeirra og áhersluatriði en annarra.

Nú virðist Óttarr Proppé semsagt vera orðinn heilbrigðisráðherra. Ekki held ég að hann hafi lagt lag sig við þá Engeyjarmenn af því hann vilji bregðast þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Kannski hefur hann samt séð eftir því að hafa gert það og vill gerast heilbrigðisráðherra í því skyni að gera gagn þar. Margir virðast nefnilega álíta það embætti eitt það erfiðasta og vanþakklátasta af ráðherraembættunum. Aðra ráðherra kannast ég lítið við nema Guðlaug utanríkisráðherra sem var skólabróðir sona minna og ég þekkti eitt sinn föður hans. Miðað við framkomu í sjónvarpsútsendingum úr þingsal og vegna þess að hann var eitt sinn vinnufélagi minn hjá Stöð 2 hefði ég samt í sporum Bjarna Benedikssonar ekki gert Jón Gunnarsson að ráðherra. Pál Magnússon þekki ég lítið þó ég muni vel eftir honum frá Stöðvar 2 árum mínum.

Vel getur verið að sú stjórn sem nú tekur við verði sæmilega farsæl þrátt fyrir nauman þingmeirihluta. Ekki er fyrirfram víst að stjórnarandstaðan verði samstíga um mikilvæg mál og þessvegna gæti þessi meirihluti dugað. Útilokað er þó að spá nokkru ákveðnu um framhaldið.                                                            

Var að skoða skrípamynd af ríkisstjórnarmynduninni þar sem Benedikt og Óttarr hamast við að styrkja innviðina í hásæti Bjarna Benedikssonar. Sýndist standa þar á einni spýtunni „Eignir í afdölum.“ Við nánari athugun kom þó í ljós að þarna var um að ræða „Eignir í aflöndum.“ Kannski væri Bjarni best kominn í afdölum eftir alla afleikina í sambandi við afburðaskýrsluna sem hann virðist hafa fengið í september. Allt er það mál heldur klaufalegt og ótraustvekjandi fyrir ríkisstjórnina og Bjarna.

Kannski væri bara best hjá mér að vera ekkert að rembast við vissa lengd á Moggbloggsinnleggjum mínum. Í dag er ég einkum að hugsa um nýju ríkisstjórnina, en ekki er víst að svo verði á morgun.

IMG 2381Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband