2561 - Raufarhólshelli lokað

Mér finnst það andskotans frekja. Vel getur verið að ég þekki þá sem eiga hann en mér er alveg sama. Allir vilja græða sem mest á vesalings túristunum. Hef farið nokkrum sinnum í Raufarhólshelli og þó hann liggi undir veginum á kafla hefur hann hingað til fengið að vera í friði. Í hann er mjög athyglisvert að koma. Svipað er að segja um Arnarkerið. Verst var áður fyrr að finna það og komast ofan í það. Nú er þar fjölfarið og kominn stigi niður í það.

Annars er það nafnið „Raufarhólshellir“ sem hefur valdið mér einna mestri umhugsum núna. Hvað er og hvar er Raufarhóll? Er það sama og munaðarhóll (Mons Pubis)? Hvað er þá Raufarhólshellir eiginlega? Samt finnst mér ekki ástæða til að fjölyrða um þetta frekar en annað. Aðrir geta séð um það.

Einhvernvegin finnst mér að þeir sem kusu Bjarta Framtíð í síðustu kosningum hafi ekki verið að kjósa til hægri. Þó kann það að vera. Enginn vafi er með Viðreisn. Nafnið og uppruninn bendir ákveðið til hægri. BB er mjög „slick“ stjórnmálamaður og virðist búa yfir meiri persónutöfrum en SDG gerði. Hann beinlínis stuðaði fólk með einstrengislegum kjaftavaðli sínum. Bjarni kann þó að biðjast afsökunar. Seta hans á aflandsskýslunni er þó í grunninn óafsakanleg. Einkum útaf kosningunum. Hann getur jafnvel grenjað ef þörf er á. Veit ekki hvernig Benedikt reynist sem fjármálaráðherra. Utanríkisráðherraembættið gæti líka skipt máli í alþjóðlegu samhengi, en varla önnur. Stjórnarandstaðan er hugsanlega í meiri vandræðum en stjórnin með sinn nauma meirihluta. Málefnin skipta litlu. Auglýsingalega séð skipta ráðherraefnin og ráðuneytaskiptingin mestu máli.

Allt útlit er fyrir að þessar ríkisstjórnarhugleiðingar verði fljótlega úreltar, svo sennilega er best að setja þetta upp fljótlega

Ekki er örgrannt um að Katrínu Jakobs verði í framtíðinni kennt um að hér taki ein hægri sinnuð Panamastjórn við völdum af annarri. Svona er að vera í forystu stjórnmálaflokks. Ekki mundi ég vilja það. Vel getur þó verið að þessi stjórn verði skárri en SDG-stjórnin sáluga.

IMG 2391Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hver á Raufarhólshellinn Sæmundur?  Og hvað með þjóðveginn?  Ég hélt að vegastæðin og tiltekin spilda beggja vegna vegar væru eign ríkisins. En ég er sammála þér um frekjuna sem landeigendur sýna hér sem annars staðar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.1.2017 kl. 14:12

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér skilst að eitthvert ferðaþjónustufyrirtæki hafi tekið landið kringum hellinn á leigu. Leigusalinn gæti sem best verið ríkið. A.m.k. var hann ekki nefndur á þeim stað sem ég sá þetta. Sennilega hefur það verið Fréttablaðið.

Sæmundur Bjarnason, 9.1.2017 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband