27.11.2016 | 14:08
2545 - UFC og MMA
Besta ráðið til að fá marga (ja, svona 5-6 hundruð manns) til að kíkja á og jafnvel lesa bloggið sitt er að hafa fyrirsögnina dálítið krassandi. T.d. dugar oft ágætlega að hafa einhver vinsæl nöfn úr fréttum dagsins þar. Ég hef prófað þetta og það reynist ágætlega. Þ.e.a.s ef markmiðið er að fá sem flesta til að kíkja inn. Önnur aðferð sem dugar oft ágætlega er að skrifa sem oftast. Ég nenni samt sjaldnast að skrifa oft á dag eins og jafnvel virðist þurfa. Svo er náttúrulega mjög gott að vera vel þekktur fyrir. Jafnvel er svo að sjá að meðmæli þekktra manna í þjóðfélaginu skipti máli. Skrifin sjálf virðast ekki skipta miklu, en auðvitað þurfa þau að vera sæmileg.
Oft hef ég hugsað um tilgangsleysi lífsins. Þó er ég enginn heimspekingur og hef oft fundið sárt til þess að hafa ekki meiri menntun. Eftir að mínum aldri (74 ár) er náð verða þessar hugsanir áleitnari og áleitnari. Sennilega eru flestir menn nokkurnvegin jafnokar þegar þeir fæðast. Síðan er dálítið undir hælinn lagt hve mikla örvun og stuðning þeir fá á sínum fyrstu árum. Vel má gera ráð fyrir að þau séu mikilvægust. Þarmeð verður kennarastarfið með mikilvægustu störfum sem unnin eru. Fyrir utan skólagöngu eru tækifærin sem menn fá afskaplega mismunandi.
Sú breyting sem orðið hefur a.m.k. hér á Íslandi á mínu uppvaxtarskeiði. Þ.e. að konur eru almennt farnar að vinna mun meira úti en áður var og menntun og þroska ungra barna er að mestu leyti sinnt utan heimilis hefur án efa valdið meiri breytingum á þjóðfélaginu en margir gera sér grein fyrir.
Núna síðusu árin hefur önnur breyting dunið yfir. Sú er aðallega bundin tækniframförum. Fullyrða má að samskipti fólks hafi breyst mjög verulega undanfarin ár. Sú breyting sem Netið, fésbók, twitter og allskyns samskiptaforrit og tækni hefur valdið er án efa gagntækari en flestir vilja vera láta.
Lestur, skrift og reikningur eru samt sem áður undirstaða alls. Bækur eru hinsvegar alls ekki sú allra meina bót sem oft er látin í veðri vaka. Mikilvægast alls er að aðgangur sem flestra að upplýsingum hverskonar sé sem auðveldastur og ódýrastur. Fæði, klæði og húsaskjól er næstum öllum tryggt hér á Vesturlöndum en virðist sumsstaðar vera af skornum skammti. Þó viljum við ekki jafna öllu út. Eða hvað? Á sumum má skilja að sú sé hugsjónin. Viljum við gerast allslausir flóttamenn? Ef auðæfum heimsins yrði jafnað milli allra er hætt við að lítið kæmi í hlut hvers og eins. Af hverju er þessum margumtöluðu auðæfum svona misskipt? Er hugsanlegt að stjórnmálaskoðanir og hugsjónir ráði þar einhverju um? Eru þær systur kannski undirstaða alls lífs á jörðinni.
UFC eða MMA (mixed martial arts sem Gunnar Nelson er víst bestur í) virðist að mörgu leyti hafa tekið við af hefðbundnum hnefaleikum hvað vinsældir og ógeðslegheit snertir. Ekki er annað að sjá en eitt heimssamband ráði þar öllu, en ekki þrjú eins og fyrir hnefaleikunum var komið. Gunnar er hugsanlega meðal svona 20 bestu í einum þyngdarflokki (sem ég veit ekki hve margir eru.)
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.