2529 - Store stygge ulv

Í mjög stórum dráttum lít ég þannig á stjórnmálin að í seinni tíð hafi það verið flokkum mjög hættulegt að vera í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarflokkurinn minnkaði sífellt í samstarfi sínu við hann fyrir Hrun. Samfylkingin gekk til samstafs við hann þegar Framsókn dugði ekki lengur og nú má sjá hvernig það hefur leikið hana ásamt auðvitað ýmsum öðrum vandræðum. Í kosningunum 2013 vann Framsókn mikinn sigur og hóf aftur samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Sá sigur byggðist að mestu á blekkingum og enn tapaði Framsókn.

Af þessu dreg ég þá ályktun að þó Bjarna Benedikssyni verði verið falin stjórnarmyndun sé ekki víst að það takist. Katrín Jakobsdóttir er hugsanlega líklegri til þess og þá jafnvel með öllu án atbeina Sjálfstæðismanna. Það er þó alls ekki einfalt mál.

Stjórnarmyndun gæti tekið talsverðan tíma og víst er að reyna mun á hinn nýkjörna forseta.

Annars finnst mér mikill óþarfi að bregðast þannig við kosningaúrslitum að andstæðingarnir hljóti að vera svona geðbilaðir og/eða vitlausir fyrst þeir sjá hlutina ekki með sömu augum og viðkomandi. Þar finnst mér jafnvel stjórnmálamennirnir bregðast við af meiri skynsemi en sumir fésbókarsérfræðingarnir.

Hef aldrei náð almennilegu sambandi við twitter. Þar finnst mér áherslan vera lögð á „oneliners“, en sú gáfa að geta skrifað þannig er ekki öllum gefin. Satt að segja finnst mér twitter kommentin sem ég hef séð yfirleitt vera heldur léleg. Þó eru þau yfirleitt úr öðrum fjölmiðlum og greinilega valin úr mörgum. Fésbókin virðist að miklu leyti hafa tekið við af símanum og kaffibollanum, en bloggið er greinilega það sem hentar mér best. Og á Moggabloginu blogga ég bara vegna þess að það er svo ódýrt og einfalt. Enginn hefur heldur bannað mér að blogga þar tvisvar sama daginn.

IMG 3044Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband