2528 - Kosningar 2016 o.fl.

Áhugaleysi mitt um kosningaúrslitin er kannski til marks um ellihrumleika minn. Ég fór nefnilega að sofa um tvöleytið í nótt. Þá fannst mér vera útséð um kosningaúrslitin í stórum dráttum. Vaknaði fremur snemma þessvegna og er að hugsa um að blogga pínulítið núna meðan ekki er orðið almennilega bjart. Næstu dagar verða undirorpnir pólitískum fréttum og ég á von á því að Bjarni Benediksson myndi stjórn með einhverjum. Eiginlega er mér næstum sama með hverjum. A.m.k. mun hann þurfa tvo flokka með sér til þess.

Eflaust má margt um þessar kosningar segja en ég fylgdist ekki svo grannt með þeim að ég geti fjölyrt um þær af einhverju viti.

Kannski er það óvenjulegast við þessar kosningar að þær skuli ekki eiga sér stað að vori eins og venjulega. Sumum finnst þó áreiðanlega ekkert venjulegt við þingkosningar en mér finnst það.

Bíllinn okkar er svo nýlegur að ég þarf ekki að láta skoða hann fyrr en á næsta ári. Bílar eru í mínum augum aðeins tæki til að nota til þess að komast á milli staða. Sumir hafa þetta að áhugamáli og sjá úr langri fjarlægð hvaða tegund og árgerð er á ferðinni. Aðrir líta einkum á bíla sem stöðutákn og vilja sífellt vera að bóna þá og þvo. Sjálfur hef ég mestan áhuga á undarlegum nafngiftum á íhlutum í bíla. Fjölyrði samt ekki um það núna. Sé þó að hefðbundnar og gamaldags bílaviðgerðir heyra að mestu leyti sögunni til. Nútildags er oftast skipt um stærri og merkilegri hluti en áður var.

Nú er klukkan að verða níu og hugsanlegt að ekki séu allir farnir að sofa ennþá.

IMG 3144Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband