26.10.2016 | 18:04
2525 - Einhver fyrirsögn
Að mínum dómi verða það tvær fylkingar sem takast á í komandi kosningum. Þeir sem skipuðu stjórn og stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Viðreisn er vandamálið. Ég hugsa að hún muni fremur halla sér að núverandi stjórnarflokkum ef hún kemst í oddaaðstöðu, sem vel gæti hugsast. Spádómar um skiptingu þingsæta eru mun ónákvæmari en spárnar um heildarúrslit. Þar eru vafaatriðin miklu fleiri, þátttakendur mun færri og skiptingin getur farið eftir furðulegustu atriðum. Á margan hátt má segja að það sé framför að vita nokkurn vegin fyrirfram hverskonar stjórn muni taka við að loknum kosningum.
Fréttblaðið í dag birtir okkur þau válegu tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn verði líklega stærstur eftir komandi kosningar. Fari mikið af atkvæðum litlu flokkanna til ónýtis kann það að verða til þess að svipað ríkisstjórnarmynstur blasi við eftir þessar kosningar og er núna. Það finnst mér benda til þess að þrátt fyrir allt hafi Vinstri grænum ekki tekist að þvo af sér kommúnistastimpilinn.
Heimspeki Sjálfstæðisflokksins finnst mér einkum hafa snúist um þetta: Vinstri sinni = kommúnisti. Því er ekki að neita að hreinar kommúnistastjórnir hafa víða mistekist. Nægir þar að minnast á Sovétríkin. Eftir því sem kapítalisminn er hreinni gengur ríkisstjórnum hér í Vestrinu a.m.k. betur að lynda við stórfyrirtækin. Það má sjá t.d. á Bandaríkjunum og ESB. En eigum við að leyfa stóru alþjóðlegu fyrirtækjunum að ráða því sem þau vilja? Þessar pólitísku hugleiðingar eru hugsanlega lítils virði en á einhverjum grundvelli hlýtur fólk að taka ákvarðanir um hvað það ætlar að kjósa. Janvel er ekki fráleitt að halda að loforðaflaumurinn og auglýsingarnar hafi einhver áhrif.
Þegar við lærðum þýsku (með setu þá) á Bifröst í eldgamla daga var okkur sagt af einhverjum sem þóttist vera þýskufróður að glósan: Der Tau viel stark þýddi döggfallið er mikið. Þetta vorum við samt fljótir að þýða með Táfýlan er sterk. Uppáhalds glósan okkar var að mig minnir Sehr shön Bemerkung, nicht war? Af einhverjum undarlegum ástæðum lærði ég (annað hvort á Bifröst eða annarsstaðar) eftirfarandi vísu:
Ich weiss nicht was soll er bedeuten
dass ich so traurig bin.
Ein Marchen von alten Zeiten
Es kommt mir aus dem sinn.
Þetta held ég að sé eftir Heinrich Heine og gott ef Jónas Hallgrímsson þýddi þetta ekki snilldarlega.
Eitt sinn var ég staddur í stórmarkaði í Vestur-Þýskalandi sem þá var. Þar voru náttúrulega skilti útum allt sem á stóð: Rauchen verboten og Hunde verboten. Erfitt var að fá enskumælandi afgreiðslumann svo ég varð með minni takmörkuðu þýskukunnáttu að koma afgreiðslufólkinu sem þarna var í skilning um að ég þyrfi að geta talað ensku.
Nú er um að gera að skrifa sem allra mest án þess að minnast á kosningar, enda hljóta allir að vera orðnir leiðir á loforðaflaumnum. Fór í morgun og lét setja nagladekk undir bílinn. Haustrigningarnar virðast hafnar.
Mér skilst að bæði geti verið til fullorðins bækur og unglingabækur. En hver er munurinn? Ef unglingar skilja ekki bókina er það þá ekki bara af því að hún sé óskiljanleg? Skrifa kannski meira um þetta seinna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.