2525 - Einhver fyrirsögn

Að mínum dómi verða það tvær fylkingar sem takast á í komandi kosningum. Þeir sem skipuðu stjórn og stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Viðreisn er vandamálið. Ég hugsa að hún muni fremur halla sér að núverandi stjórnarflokkum ef hún kemst í oddaaðstöðu, sem vel gæti hugsast. Spádómar um skiptingu þingsæta eru mun ónákvæmari en spárnar um heildarúrslit. Þar eru vafaatriðin miklu fleiri, þátttakendur mun færri og skiptingin getur farið eftir furðulegustu atriðum. Á margan hátt má segja að það sé framför að vita nokkurn vegin fyrirfram hverskonar stjórn muni taka við að loknum kosningum.

Fréttblaðið í dag birtir okkur þau válegu tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn verði líklega stærstur eftir komandi kosningar. Fari mikið af atkvæðum litlu flokkanna til ónýtis kann það að verða til þess að svipað ríkisstjórnarmynstur blasi við eftir þessar kosningar og er núna. Það finnst mér benda til þess að þrátt fyrir allt hafi Vinstri grænum ekki tekist að þvo af sér kommúnistastimpilinn.

Heimspeki Sjálfstæðisflokksins finnst mér einkum hafa snúist um þetta: Vinstri sinni = kommúnisti. Því er ekki að neita að hreinar kommúnistastjórnir hafa víða mistekist. Nægir þar að minnast á Sovétríkin. Eftir því sem kapítalisminn er hreinni gengur ríkisstjórnum hér í Vestrinu a.m.k. betur að lynda við stórfyrirtækin. Það má sjá t.d. á Bandaríkjunum og ESB. En eigum við að leyfa stóru alþjóðlegu fyrirtækjunum að ráða því sem þau vilja? Þessar pólitísku hugleiðingar eru hugsanlega lítils virði en á einhverjum grundvelli hlýtur fólk að taka ákvarðanir um hvað það ætlar að kjósa. Janvel er ekki fráleitt að halda að loforðaflaumurinn og auglýsingarnar hafi einhver áhrif.

Þegar við lærðum þýsku (með setu þá) á Bifröst í eldgamla daga var okkur sagt af einhverjum sem þóttist vera þýskufróður að glósan: „Der Tau viel stark“ þýddi „döggfallið er mikið“.  Þetta vorum við samt fljótir að þýða með „Táfýlan er sterk“. Uppáhalds glósan okkar var að mig minnir „Sehr shön Bemerkung, nicht war? Af einhverjum undarlegum ástæðum lærði ég (annað hvort á Bifröst eða annarsstaðar) eftirfarandi vísu:

Ich weiss nicht was soll er bedeuten
dass ich so traurig bin.
Ein Marchen von alten Zeiten
Es kommt mir aus dem sinn.

Þetta held ég að sé eftir Heinrich Heine og gott ef Jónas Hallgrímsson þýddi þetta ekki snilldarlega.

Eitt sinn var ég staddur í stórmarkaði í Vestur-Þýskalandi sem þá var. Þar voru náttúrulega skilti útum allt sem á stóð: Rauchen verboten og Hunde verboten. Erfitt var að fá enskumælandi afgreiðslumann svo ég varð með minni takmörkuðu þýskukunnáttu að koma afgreiðslufólkinu sem þarna var í skilning um að ég þyrfi að geta talað ensku.

Nú er um að gera að skrifa sem allra mest án þess að minnast á kosningar, enda hljóta allir að vera orðnir leiðir á loforðaflaumnum. Fór í morgun og lét setja nagladekk undir bílinn. Haustrigningarnar virðast hafnar.

Mér skilst að bæði geti verið til fullorðins bækur og unglingabækur. En hver er munurinn? Ef unglingar skilja ekki bókina er það þá ekki bara af því að hún sé óskiljanleg? Skrifa kannski meira um þetta seinna.

IMG 3153Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband