7.10.2016 | 16:31
2516 - Bankar
Bankahelvítin búa til peninga. En hvernig fara þeir að því? Kynni einhver að spyrja. Því er til að svara að ef þú leggur inn í banka eina milljón króna, þá getur bankinn lánað svona tíu milljónir. Það eru einfaldlega til töflur yfir hve mikið af innistandandi peningum stendur undir miklu af lánum. Auðvitað er einhver kostnaður fólginn í því að vera með fjölda fólks á launum, en hann má einfaldlega dekka með vaxtamun. Svo eru bankarnir tryggðir í bak og fyrir gagnvart allskyns áhlaupum.
Stundum eru bankar seldir (eða gefnir). Það er þó mjög sjaldgæft. Yfirleitt má reikna með að þeir séu a.m.k. tífalt verðmeiri en látið er í veðri vaka. Ef ég ætti nóg af peningum mundi ég að sjálfsögðu vilja nota þá til að kaupa þá peningavél sem bankar venjulega eru.
Vitanlega á ég ekki nægilega mikla peninga til þess. Samt þurfa þeir peningar sem bankinn er fær um að búa til ekki endilega að fara í vasa þeirra ríku, eins og þeir gera óneitanlega hér á Íslandi núna. Vel er hægt að hugsa sér að þeir peningar fari í þjóðþrifafyrirtæki eða innviði þess þjóðfélags sem býr þá til.
Horfði á fótboltann í gær. Neita því ekki að ég var farinn að búast við tapi hjá íslensku strákunum. Það hefði reyndar verið grimmilega ósanngjarnt. Þess vegna gladdist ég mjög þegar Alfreði Finnbogasyni tókst að skalla knöttinn í markið þegar leiknum var alveg að ljúka. Að Ísland skyldi síðan ná að sigra var mjög óvænt og satt að segja skil ég vel gremju vesalings Finnanna yfir því að fá á sig tvö mörk alveg í lok leiksins og annað þeirra meira að segja vafasamt. En svona er fótboltinn. Stundum er stutt á milli hláturs og gráts.
Ekki fer hjá því að kosningarnar um næstu mánaðmót verða gífurlega og jafnvel óvenjulega spennandi. Mér finnst Píratar hafa farið svolítið halloka núna síðustu dagana og að mestu að ósekju. Ekki treysti ég mér til að spá um hvernig næsta ríkisstjórn verður hér á Íslandi, en ég treysti mér vel til að spá um kosningarnar í Bandaríkjunum. Þar held ég að Hillary Clinton sigri með miklum yfirburðum.
Þó við eigum eftir að taka upp svolítið af kartöflum ennþá, hef ég engar sérstakar áhyggjur af því. Veðrið er að vísu orðið svolítið haustlegt, en samt er ekki svo kalt að ég haldi að karöfluupptakan verði sérstakt vandamál. Vonandi er langt ennþá í veruleg frost.
Nú er ég sennilega og vonandi búinn að blogga nóg. Kannski ég setji þetta bara upp. Annars er það alltaf vandamál hve löng bloggin eiga að vera. Og svo dettur mér jafnan í hug eitthvað krassandi til að skrifa um þegar ég hef nýlokið við að setja upp blogg. Að sumu leyti er jákvæðast að hafa þau sem styst. Þó mega þau ekki vera of stutt. Veit ekki eftir allar þessar tilraunir (ehemm) hve löng þau eiga að vera.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú tekur lán í banka 1 og kaupir banka 2.
Síðan tekur þú lán í banka 2, og kaupir banka 1.
Þá skuldar hvor banki, hvor öðrum sömu upphæð.
Þá getur banki 1, greitt banka 2, og banki 2 greitt banka 1 með sömu peningunum.
Þú þarft ekki að eiga peninga til að kaupa banka.
Þegar tveir aðilar kaupa banka, þá lána þeir hvor öðrum, og skulda þá hvor öðrum, sömu upphæðina.
Það er það sama og að þeir skuldi ekki neitt.
Bið þig vel að lifa, og bestu kveðjur.
Egilsstaðir, 08.10.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 8.10.2016 kl. 01:31
Þetta getur sem hægast allt verið rétt. En sá sem fær milljarða lán í banka tilheyrir forréttinda-aðlinum og það geri ég ekki.
Sæmundur Bjarnason, 10.10.2016 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.