19.9.2016 | 22:25
2512 - New York Times
Ef Donald Trump vinnur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust, sem hugsanlegt (en hæpið) er, þá á ég satt að segja von á að Bandaríkjamenn fari lengra í átt til einangrunarstefnu en verið hefur að undanförnu og afstaða þeirra verði meira í líkingu við það sem var fyrir síðustu heimsstyrjöld. Sáralítil hætta er á að Trump komi mestu æsingsskoðunum sínum í framkvæmd en ekki skyldi vanmeta kynþáttahyggju þá sem enn eimir eftir af í mörgum fylkjum Bandaríkjanna. Ég held satt að segja að íbúar þar meini það þegar þeir segjast vera mestir og bestir. Hjá okkur Íslendingum og fleiri er það bara meinlaus brandari. (Svona fyrir utan öll heimsmetin sem SDG setur.)
I worry that if those of us in politics and the media dont do a lot of soul-searching after this election, a slightly smarter Trump will succeed in the future, said Jon Favreau Mr. Obamas former chief speechwriter. For some politicians and consultants, the takeaway from this election will be that they can get away with almost anything.
Þetta er úr New York Times sem er eitt virtasta fréttablað í heimi. Hingað til hafa þeir verið talsvert á móti Donald Trump og ég lái þeim það ekki. Flestir Íslengingar skilja enskuna ágætlega svo ég nenni ekki að þýða þetta.
Annars eru stjórnmál ekki mitt helsta áhugamál. Hvað er það þá? Eiginlega veit ég það ekki. Ég hef sannarlega engan antipata á stjórnmálum. Finnst samt að peningar og fjölmiðlar hafi of mikil áhrif þar. Sennilega eru áhrif þjóðfélagslegu miðlanna (Facebook, Twitter, Snapchat o.s.frv.) mikið að aukast þessa mánuði eða misserin.
Ekki er fráleitt að frammistaða Íslendinga í liðs-íþróttum ýmisskonar sé með besta móti núna. Hvernig skyldi standa á því? Fyrir fáeinum árum var talað um að það sama ætti við um Noreg. Kannski er það aðstaðan sem þessu veldur. Hvað sem öðru líður er varla hægt að gera ráð fyrir að þetta haldi lengi áfram. En er á meðan er og engin ástæða er til að gefast upp.
Í skákinni (sem fyrst og fremst er einstaklings-íþrótt) hefur okkur Íslendingum farið aftur að undanförnu. M.a. hugsa ég að kenna megi fjölmiðlum um það. Þegar Friðrik Ólafsson var að vinna sína mestu skáksigra, var skákin forsíðuefni. Svo er alls ekki nú. Skákin hentar ekki vel sem áhorfendaíþrótt og kannski geldur hún þess. Boltaleikir eru miklu betur til slíks fallnir. Reglurnar eru einfaldar og allir geta verið sérfræðingar í þeim og fylgst vel með framvindu mála.
Satt að segja er umræðan á fésbókinni (hvers vegna uppnefni ég hana alltaf) orðin helst til pólitísk fyrir minn smekk. Kosningar þær sem boðaðar hafa verið valda þessu kannski, en eiginlega er ekkert víst að af þeim verði.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur góð grein en ég hef ekki sáð að Trump vilji verða einangrunarsinni heldur vill hann ráða yfir landamærum Bandríkja. Það koma hundruðin þúsunda í gegn um suður landmærin og Mexicanar eru að berjast við það sama þ.e. sín suður landamæri en þar eru á annað hundrað á ári miðað við tölur sem þeir segjast hafa hent út til baka. Þeir hafa byggt vegg með hjálp bandaríkjamanna en þetta heyrir ekki almenningur heldur púa Trump niður. Trump eins og þú veist líka vill glæpamenn út og engan inn nema að vel athuguðu máli. Já Mexicanar henda þeim út án þess að spyrja kóng né prest.
Valdimar Samúelsson, 20.9.2016 kl. 11:40
Öll stefna Trumps er þannig að mikill fjöldi ríkja mun forðast samskipti við Bandaríkin ef hann verður kjörinn forseti. Ef Bandaríkin vilja bara búa að sínu þá eykur það einandrunarstefnu í heiminum og býður heim hættu á styrjöldum. Fyrr eða síðar munu Bandaríkin í krafti auðlegðar sinnar auka einangrunarstefnu sína og þannig missa af mörgum tækifærum.
Sæmundur Bjarnason, 22.9.2016 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.