16.9.2016 | 10:16
2511 - Peningar
Ósköp deyr af fólkinu eftir að útvarpið kom, sagði kerlingin. Sennilega var það sú sama sem sagði eftir að hafa hlustað lengi á stríðsfréttir: Það veit ég að þetta endar með því að þeir drepa einhvern. Hvort skyldi gamalt fólk eða ungt hugsa meira um dauðann? Veit það ekki, en að mestu er það tilgangslaust. Öll deyjum við einhverntíma, a.m.k. ennþá.
Mikill hávaði er í þjóðfélaginu útaf samþykkt alþingis á búvörulögunum með aðeins 19 atkvæðum. Sumir þingmenn gera mikinn greinarmun á hjásetu, að vera ekki við (með eða án leyfis) og mótatkvæði. Aðrir gera það ekki og hefur verið skorað á forseta Íslands að skrifa ekki undir lögin. Ósennilegt er að hann verði við því og einnig er ósennilegt að mjög margir skrifi undir áskorum þessa.
Samkvæmt Fréttablaðinu á að verja 36 milljónum í að veita 100 hælisleitendum styrk til að flytja sjálfviljugir heim aftur. Með öðrum orðum, það á að reyna að múta þeim með að meðaltali 360 þúsundum per kjaft. Sjálfsagt er þetta gróðavegur fyrir einhverja en hælisleitendur voru hér á landi 384 fyrstu átta mánuðina, svo ekki fá allir svo rausnarlegan styrk og heldur er ekki víst að allir vilji það. Að vera fluttur úr landi nauðugur í lögreglufylgd er líka styrkur og jafnvel brennimerking um leið.
Enn er talað um að kvenfólk standi ekki jafnfætis karlmönnun á mörgum sviðum. Vafalaust er það rétt. Að sjálfsögðu má deila endalaust um hraða á framförum, en að um mælanlega afturför sé að ræða á afmörkuðum og mikilvægum sviðum er gjörsamlega óviðunandi og gerir lagalega mismunun réttlætanlega og fjölgar mjög feministum af báðum kynjum.
Í Fréttablaðinu, sem ég las auðvitað eftir að hafa farið í daglega heilsubótargöngu mína er því einnig haldið fram að staða Sigmundar Davíðs sé sterk. Ég leyfi mér að vera á annarri skoðun. Samt hef ég ekki haft samband við neinn framsóknarforkólf og kannski byggist þessi skoðun mín á óskhyggju aðallega, en ég get ekkert gert að því.
Allt í einu fundust hundruð milljóna undir stól borgarstjóra og nú hamast menn við að útdeila peningum sem alls ekki voru til fyrir fáeinum dögum. Að Reykjavík setjist í forystusætið í menntamálum þjóðarinnar vegna þessara peninga er þó alveg óvíst, en kemur væntanlega í ljós síðar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það er margt skrítið í kyrhausnum sagði ein kellingin. Kallar hafa víst ekki sagt neinar vitleysur.
En þegar Islenskir vesturfarar fóru frá Islandi vegna eldgosa og aumingjaskapar eins og skáldið sagði- fengu þeir LAND í vesturAmeríku og u´ðu að sjá um sig sjálfir !
MÁ BJÓÐA INNFLYTJENDUM TIL ÍSLANDS MÖÐRUDALSÖRÆFI ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 16.9.2016 kl. 19:08
Vesturfaraferðirnar voru vegna vegna hungurs og ýmissa áfalla. Einu sinni var líka rætt um að flytja Íslendinga á Jótlandsheiðar. Reynt hefur verið að stunda búskap á Jökuldal en ekki gengiö vel. Land er varla eins gjöfult á Íslandi eins og í Ameríku. A.m.k. ekki núna.
Sæmundur Bjarnason, 17.9.2016 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.