2494 - Hugleiðingar um hitt og þetta

Ásdís einhver Ólafsdóttir skrifaði nýlega grein í Kjarnann og ekki var á greininni að skilja annað en allir sem ekki væru nákvæmlega á sömu skoðun og hún um ímynduð kirkjugrið í Laugarneskirkju og sumt annað hlytu bara að vera bölvaðir rasistar. Man ekki hvað hún kallaði greinina, en eitthvað var það um rasisma eða kynþáttahyggju. Ekki er ég viss um að allir and-rasistar séu henni sammála um þetta. Annars nenni ég ekki að vera að skattyrðast við þessa konu sem ég veit svosem engin deili á.

Er ekki helgasta hlutverk stjórnmálamanna að tryggja sem jöfnust lífskjör? Það hefði ég haldið. Samt sem áður er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn tekur meðvitaða afstöðu með þeim sem vilja auka ójöfnuð í landinu. Falleg nöfn er reynt að finna á þessa stefnu, ekki vantar það. Oft er til dæmis talað um „hjól atvinnulífsins“ og að þau verði að snúast á hæfilegur hraða svo hægt sé að standa undir velferðinni. Samt hefur mörgum öðrum þjóðum tekist að auka jöfnuð án þess að hægja að nokkru ráði á „hjólum atvinnulífsins“.

Oft er líka talað um lækkun skatta þegar byrðar þeirra sem lökust hafa kjörin eru auknar. Vissulega getur verið í sumum tilfellum um að ræða lækkaða skatta á þá sem mestar hafa tekjurnar fyrir. Varla eykur það jöfnuð í þjóðfélaginu. Stundum virðist jafnvel sem hugsunin sé sú að þeir sem ekki „kunna á kerfið“ geti bara étið það sem úti frýs.

Annars er það ekki þjóðfélagsgagnrýni og pólitík, sem ég hef mestan áhuga fyrir. Allt sem skrifað er um bækur og hvers konar fjölmiðlun hvort sem það er að finna í fjölmiðlum eða annars staðar eru mínar ær og kýr. Verst er að með aldrinum hef ég tapað verulega lestrarhraða og auk þess er framboð af slíku alltaf að aukast. Höfundarréttarmál voru mér eitt sinn mjög hugleikin, en nú eru aðrir teknir við.

Ég er þó svosem sískrifandi þó mér gangi misjafnlega að koma því frá mér. Stundum hreinlega gleymi ég því sem ég hafði þó skrifað. T.d. er það sem hér á undan fer skrifað fyrir nokkrum dögum, en núna sé ég að það er nokkuð langt síðan ég hef sett eitthvert efni á bloggið mitt. Kannski ég setji bara þetta og bæti engu við. Það er hvort eð er sífellt að styttast það sem ég skrifa, en einhverjir lesa þetta samt.

Hugsanlega er ég ekki nógu sjálfmiðaður í þessum bloggskrifum mínum og þykist alltaf vera með heimspólitíkina á oddinum.

IMG 0513Einhver mynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband