49. blogg

Las í gær pælingar Péturs Tyrfingssonar hér á moggablogginu um stjórnarmyndunarviðræður o.þ.h. ásamt athugasemdum  við þær. Margt athyglisvert kom þar fram og í heild var þetta verulega áhugavert, en ég ætla ekki að blanda mér í það. Sá almannarómur virðist mér nokkuð réttur að Geir Hilmar hafi haldið vel á sínum spilum að afloknum kosningum, Ingibjörg Sólrún allvel eða a.m.k. sæmilega en þeir kumpánar Jón Sigurðsson og Sigfús Jóhann alveg afleitlega. Aðrir komust nú eiginlega ekki að í þeirri spilamennsku, en auðvitað er svosem ekki alveg víst að spilmennskunni sé lokið.

 

 

Á landssambandsþingi Íslenskra verslunarmanna eða einhverjum svipuðum fundi fyrir allmörgum árum var á kaffibollasnakki milli þingfunda verið að ræða um aðild Íslands að EES sem þá var ofarlega á baugi. Einn þingfulltrúanna sagði eitthvað á þessa leið: „Ja, ég er nú eiginlega alveg sammála dóttur minni sem sagði um daginn að það væri í rauninni engin leið að reikna sig af neinu viti til niðurstöðu í svona máli. Það yrði einfaldlega að taka ákvörðun á öðrum grundvelli."

Mig rámaði í að hafa heyrt einhverju í þessa átt haldið fram stuttu áður á Alþingi svo ég spurði manninn hvað þessi dóttir hans héti.

„Ingibjörg Sólrún".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband