50. blogg

Jæja, nú er þessari gósentíð bloggara og blaðamanna að ljúka. Ný ríkisstjórn komin á koppinn, þingmeirihlutinn ríflegur og allt í lukkunnar velstandi svo það ætti að vera í lagi að snúa sér að öðru en pólitík.

Fleira er matur en feitt ket og nú tekur hversdagsleikinn við.

Kannski verður minna bloggað á moggablogginu í heildina en áður og þó er ég ekki viss um það. Nóg er til að blogga um og margir eru þeir sem gaman hafa af að skrifa. Bara spurning um lesendurna.

Maður á ekki að vera að spandera góðum hugmyndum í comment hjá einhverjum og einhverjum. Nær að nota þær í sín eigin blogg. Aldrei er of mikið af hugmyndum. En auðvitað getur verið gaman að kommenta á vinsælum bloggum, vitandi að margir lesa rövlið.

 

Fékk svokallað svefnöndunartæki og plastgrímu á Borgarspítalanum um daginn vegna kæfisvefnsins. Hef verið að venja mig við þessi ósköp undanfarið. Ekki er þetta kannski alveg sú töfralækning sem ég hafði gert mér vonir um, en margt er smám saman að lagast við þetta.

Það vakti athygli mína á Borgarspítalanum um daginn að þar var byrjað að slá túnblettina. Þar hitti ég líka Þórð í Straumfjarðartungu eða Tóta í Strympu eins og hann var oftast kallaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband