2490 - Um fótbolta o.fl.

Öll börn jarðarinnar eiga jafnan rétt til gæða hennar. Norðið er samt ríkt og suðrið fátækt. Sú tíð mun koma að fólkið í suðrinu kemur og sækir auðæfi okkar og kallar þau sín auðæfi. Auðvitað er þetta kommúnistaáróður og allt það fólk sem nú um stundir hefur nægilegt að bíta og brenna skilur það mætavel. Þeir sem ríkastir eru skilja það betur en aðrir. Fátæka fólkið í suðrinu skilur ekki neitt. Það vonum við að minnsta kosti. Góða fólkið í norðrinu skilur allt.

Það er alveg eins og Bretar séu strax farnir að sjá eftir Brexit. Cameron segist ætla að hætta í haust. (Minnir á eitthvað annað.) Þingið þarf að samþykkja úrsögnina og svo segja Bretar að það geti tekið svona tvö ár að ganga frá öllum lausum endum. ESB er ekki alveg örugglega á sama máli og Bretar þarna og vel getur verið að þar á bæ sé enginn áhugi á að gera þeim þetta sem auðveldast. Meirihlutanum verður samt að hlýða og ég trúi ekki öðru en það verði gert. Það sem eftir er af Breska heimsveldinu liðast sennilega í sundur og ESB gæti gert það líka. Hugsanlega styttist í stríðið sem Ástþór (og fleiri) er búinn að boða síðan hann byrjaði að bjóða sig fram í forsetakosningum.

Eiginlega er fáránlegt að blogga án þess að minnast á fótbolta. Ég man vel eftir hve hissa maður varð um árið þegar Danir urðu Evrópumeistarar. Og svo sigruðu Grikkir einhverntíma líka. Af hverju ættu Íslendingar ekki að geta það? Liðið virðist vera ansi gott og þjálfarinn er reynslumikill. Að sigra Frakka á þeirra heimavelli er þó nokkuð stór biti. Ekki veit ég hve stóra mynd Fréttablaðið ætlar að birta ef það tekst.

Ef ég minnist svolítið á loftslagsmálin er ég búinn að minnast á flest sem máli skiptir í þessu stutta bloggi. Einu sinni var talað um Móðuharðindi af mannavöldum. Kannski verða endalok siðmenningar okkar einhvern veginn þannig að loftslagsmálin verði okkur að aldurtila. Samt er ekki líklegt að það gerist skyndilega. Skilningur manna á þeim málum fer mjög vaxandi.

IMG 06461Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló! Vinir, fylgja sannleikann: albafos.wbs.cz/international.html

janwe 29.6.2016 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband