2491 - Um kirkjugrið og fleira þess háttar

Orðanotkun getur skipt máli. Til dæmis urðu ýmsir vitlausir þegar talað var um dráp Tyrkja á Armenum sem „þjóðarmorð“ en ekki „fjöldamorð“. Auðvitað getur skipt máli í þessu sambandi hvort morðin voru framkvæmd vegna skipunar yfirvalda eða einhverra annarra. Engum blandast þó hugur um að skipulagning var á morðunum og þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem minnst er á þau. Morðin í Srebrenitsja (eða hvernig sem það er nú skrifað) eru smámundir einir samanborið við Armeníumorðin. Samt er undarlegt að Júgóslavíumorðin, sem framin voru á okkar tíð, skuli hafa verið látin viðgangast.

Mér leiðist allt trúarbragðajukk hvort sem það heitir „kirkjugrið“ eða eitthvað annað. Lögreglan verður að fá að vinna sín verk í friði. Að lögreglumenn slái til fólks að nauðsynjalausu er þó óhæfa. Yfirmenn lögreglu og stjórnvöld öll verða þó að bera ábyrgð á gjörðum lögregluþjóna. Annahvort er trúfrelsi í landinu eða ekki. Þjóðkirkjan á ekki að vera yfir lög hafin.

Setti þessa klausu um trúmál og kirkjugrið á fésbókina og ekki stóð á viðbrögðunum. Sennilega er ég með trúlausari mönnum. Skil samt ekki hvernig fólk getur látið svona hjárænulega tilburði blekkja sig. Það er með öllu óhugsandi að fornfálegar hugmyndir eins og um kirkjugrið geti haft áhrif á framkvæmd laga í dag. Líka blasir við að deilur um trúmál skila yfirleitt engu. Auðvitað má samt deila um hvernig lögreglan beitti valdi sínu í Laugarneskirkju.

Aðalgallinn við Islam er að mínu viti sá að trúarhugmyndir hafa oft of mikil áhrif á stefnu stjórnvalda. Líka hafa mörg vestræn ríki vanrækt að gera innflytjendum ljós áhrif trúfrelsis þess sem þar ríkir yfirleitt. Fleira mætti tína til og yfirleitt er best að sneiða sem mest hjá trúarbragðadeilum. Svipað mætti segja um flokkapólitík. Þar étur hver úr sínum poka, en ef minnst er á knattspyrnu þessa dagana virðast allir Íslendingar hafa sömu skoðun.

IMG 0607Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðalgallinn við Islam, sem þýðir skilyrðislaus undirgefni, er sá að allt það sem stendur í Kóraninum og allt það sem kemur frá Múhameð spámanni, sama hvað það er mikið rugl og sama hvað það ber vott um mikla grimmd, telst vera guðlegur sannseikur sem hvergi má snerta við.

Til samanburðar má nefna það að ummælum Martins Luthers, sem mörg hver  bera ekki síður vott um sjúklega grimmd, hefur rækilega verið sópað undir teppið svo að varla nokkrum lúterskum guðfræðingi myndi detta í hug að rifja þau upp. Þar vísa ég til fræðslumyndarinnar, Luther einmal anders - Die Dunkle Seite Martin Luthers, sem allir "Lúterstrúarmenn" ættu að sjá, næst í á YouTube.

Hörður Þormar 1.7.2016 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband