16.6.2016 | 17:50
2483 - Þorvaldur Gylfason
Sko. Ég er víst búinn að lýsa því yfir að ég ætli að kjósa Guðna Th. í komandi forsetakosningum. Ekki ætla ég mér annað, en ég get ekki að því gert að Andri Snær og barátta hans er mér nokkuð hjartfólgin. Að Guðna frátöldum vegna yfirburðaþekkingar sinnar á forsetaembættinu og öllu sem því tilheyrir væri ég líklega til með að ljá Andra Snæ atkvæði mitt. Þar á eftir kæmi Halla Tómasdóttir þó ekki væri nema vegna þess að ég man eftir henni frá því að hún var starfsmannastjóri á Stöð 2. Þjónkun hennar við útrásarvíkingana dregur eflaust úr fylgi hennar því hún kemur áberandi vel fyrir sig orði. Einnig er hún eina konan sem í þessum kosningum á hugsanlega raunhæfan möguleika á kjöri. Sturla er dálítið sér á parti en greinilega mikill hugsjónamaður. Sem forseti væri hann þó alls ekki á réttri hillu.
Aðra tekur því varla að minnast á. Davíð hefur hingað til hagað sér líkt og hann áliti sig einan hafa möguleika á að fella Guðna úr forystunni. Líklegast er þó að hann verði í fjórða sæti eða svo og líti á það sem ósigur sinn.
Aðalgallinn við þessar forsetakosningar er hve fyrirsjáanlegar þær eru. Vel gæti það orðið til þess að kjörsókn verði áberandi lítil. Mörgum mun eflaust finnast að ekki taki því að vera að ómaka sig á því að fara á kjörstað.
Langathyglisverðasta frétt dagsins er sú að nú sé farið að handtaka menn vegna Guðmundar og Geirfinns málsins. Ekki er seinna vænna því þeir sem líklega eru þar sekir fara sennilega að drepast bráðum. Bíð með óþreyju eftir að frétta meira af þessu máli. Ég held að fáir hafi reiknað með því á sínum tíma að rétt væri að öllu staðið í sambandi við það mál. Þó hefur það verið látið dankast í öll þessi ár.
Einn algengasti veikleikinn hjá flestum dálkahöfundum og besservisserum er að vilja kommenta eða skipta sér af næstum öllu. Margir kannast við þetta en vilja ekki viðurkenna það. Sjálfur reyni ég eftir mætti að forðast þetta og þessvegna segi ég að ég sé fyrrverandi besservisser, en hafi orðið atvinnulaus þegar Gúgli náði sér á strik.
Þorvaldur Gylfason hefur hvað eftir annað haldið því fram að Íslendingar hafi samþykkt nýju stjórnarskrárdrögin með tveimur þriðju hlutum atkvæða í kosningum árið 2012. Þetta er alrangt hjá honum og ætti ekki að þurfa að brýna það fyrir prófessornum. Í nefndri þjóðaratkvæðagreiðslu var samþykkt að leggja nýsamþykkt stjórnarskrárdrög til grundvallar nýrri. Hvorki meira né minna. Hins vegar var spurt nokkurra ákveðinna spurninga jafnframt en ekkert gert með svörin við þeim. Þessvegna, meðal annars, eru landsmenn búnir að fá hrikalega leið á hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum og hefur það komið vel fram í þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.