2482 - Enn og aftur um Tromparann

Svo er að sjá að forsetakosningarnar sem verða hérna í þessum mánuði verði ekki einu sinni spennandi. Yfirburðir Guðna Th. virðast vera það miklir að aðrir hafi litla sem enga möguleika á að ná honum. Það er alveg sama hvað Davíð Oddsson óskapast ekki er að sjá að fylgi Guðna haggist neitt við það. Ekki vantar samt tilraunirnar og ýmislegt er virkjað í baráttunni. Ég held nú samt að ég muni svosem mæta á kjörstað og taka þátt í kosningunum því andvaraleysi sem gjarnan birtist í því að fólki þykir ekki taka því að mæta á kjörstað getur einmitt verðið fólki í svipaðri aðstöðu og Guðni er hvað hættulegast. Og gæti komið í veg fyrir að hann verði kosinn. Varla er ástæða til að fjölyrða mikið um þessa kosningu. Úrslit hennar eru svo fyrirsjáanleg.

Veðrið er um það bil að verða óttalega fyrirsjáanlegt líka. Allaf hlýtt og gott veður. Þó er stundum þoka a.m.k. hér um slóðir.

Hætt er við að markvisst sé unnið að því að magna upp gagnkvæma andúð meðal trúarhópa. Mestum árangri virðast þeir ná sem magna vilja deilur milli kristinna manna og múhameðstrúar. Einnig er svo að sjá að þeim sem vilja magna deilur milli islamskra trúarhópa verði ágætlega ágengt. Ekki hef ég neina hugmynd um hverjir þetta eru svo kannski er þessi sannfæring mín lítils virði. Óttast þó að þeir sem flestum steinum kasta í þessu stríði séu viljalaus verkfæri þó þeir viti það ekki sjálfir. Slæmt að sjaldnast skuli vera hægt að spurja þá að því.

Gunna litla var að fara í vist á bæ sem ekki hafði sérleg gott orð á sér og pabbi hennar var að leggja henni lífsreglurnar:
„Og gættu þess svo að láta hann Jón bónda ekki barna þig. Hann er manna vísastur til þess. Og þau hjónin bæði.“

Kannski muna einhverjir eftir látunum útaf fæðingarvottorði Barachs Obama bandaríkjaforseta. Kaupsýslumaður nokkur í New York gekk meira að segja svo langt að hann kostaði leynilögreglumann til Hawaii til að rannsaka þetta. Hver var þessi kaupsýslumaður? Hann heitir Donald Trump. Nú ásakar þessi sami Trump Obama um að vera viðriðinn fjöldamorðin í Orlando. Ég er ekki viss um að neinn trúi honum.

IMG 1204Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband