26.5.2016 | 23:49
2473 - Guðna fyrir forseta
Yfirlýsing. Ég styð Guðna Th. til embættis forseta Íslands. Ekki vegna þess að ég þekki hann neitt. Og ekki vegna Patta eða pabba hans. Svo mikill íþróttaunnandi er ég ekki. Hafði þó á árum áður gaman af íþróttum hverskonar þó ég stundaði þær ekki mikið sjálfur. Ekki heldur vegna þess að hann heitir Thorlacius. Patrekur bróðir hans notar þó ekki ættarnafnið mömmu sinnar. Nei, mér finnst hann nefnilega ólíklegri en aðrir þeir sem mörg atkvæðu munu fá í komandi kosningum til að láta stjórnmálaþras dagsins hafa áhrif á gjörðir sínar og athafnir. Álít þó ekki að ákvarðanir forsetans muni hafa mikil áhrif á þróun þjóðlífs á Íslandi. Hann kann samt að hafa heilmikil áhrif á það hvernig forsetaembættið muni þróast á næstu árum. Mér hugnast ekki að það þróist í átt til frekara forsetaræðis. Guðna treysti ég betur en öðrum til að sjá til þess að það þróist fremur til sameiningartákns en pólitískra valda.
Ég álít að hann muni ekki standa í vegi fyrir lýðræðislegri stjórnarskrá en við höfum nú. Skipulag Alþingis er með þeim hætti að það er til mikilla vandræða. Ný stjórnarskrá er nauðsyn og sömuleiðis nýtt og breytt skipulag Alþingis. Þeirri stjórnarskrá sem svokallað stjórnlagaþing samþykkti einróma er ekki hægt að koma á í heild nema eftir þeim reglum sem gamla stjórnarskráin gerir ráð fyrir. Annað væri að skemmta skrattanum. Árið 1959 var hægt að hafa tvennar kosningar sama árið. Með sama hætti væri hægt að koma nýrri stjórnarskrá á næstum samstundis vilji meirihluti Alþingis það. Það veldur vonbrigðum að því Alþingi sem nú situr hefur tekist að koma að mestu (og hugsanlega öllu) leyti í veg fyrir allar stjórnarskrárbreytingar. Hugur þjóðarinnar stendur þó til að koma ýmsum breytingum að. Þær breytingar sem til þess sniðin nefnd samþykkti er nokkurn vegin það sem hægt er að koma í gegnum þingið núna og ekki ber að lasta það.
Finnst ekki að fólk eigi að láta stjórnmálaskoðanir hafa áhrif á hver kosinn er í forsetakosningum. Hvorki sínar eigin né þær sem gera má ráð fyrir að frambjóðendurnir hafi. Allir sem um stjórnmál hugsa hafa þó slíkar skoðanir. Að nýta ekki kosningaréttinn finnst mér slæm ákvörðun. Þó hef ég einu sinni gert það í forsetakosningum. Það var árið 1988 þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram á móti Vigdísi Finnbogadóttur. Þá var ég dálítið ósáttur við þá ákvörðun Vigdísar að vilja vera forseti lengur en átta ár. Mér fannst hún nefnilega hafa gefið í skyn fyrir kosningarnar 1980 að sér fyndist hæfilega löng seta á forsetastóli vera 8 ár.
Horfði að mestu leyti á kosningaumræðurnar á Stöð 2 áðan og fannst satt að segja eins og Davíð Oddsson væri í einhverjum allt öðrum þætti. Ef ég ætti að gefa einkunnir fyrir frammistöðuna þar, fengi Davíð þá langlélegustu, en Andri Snær og Halla lítið eitt betri einkunn en Guðni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.