16.5.2016 | 09:58
2466 - Jónas Kristjánsson og Ómar Ragnarsson
Að sumu leyti er ég að hasast upp á þessu sífellda bloggi. Ómar Ragnarsson bloggar eins og enginn sé morgundagurinn og Jónas er líka stórtækur þar. Þó þessir menn hafi ekki komist áfram á öllum sviðum hafa þeir þó gert það ansi víða. Og ekki get ég leynt því að ég tek þá að mörgu leyti mér til fyrirmyndar í blogginu. Ómar er landsþekktur skemmtikraftur, flugmaður, sjónvarpsstjarna, náttúruverndarmaður og umhverfissinni. Sama er að segja um Jónas hvað náttúruverndina og umhverfið varðar. Auk þess er hann þekktur fyrir margt annað. T.d. er hann fyrrverandi ritstjóri, mikill hestamaður, rithöfundur, kennari og margt annað. Báðir eru þeir besservisserar miklir og hafa sannarlega efni á því.
Báðir hafa þeir og reynt fyrir sér í pólitík en ekki náð miklum frama þar. Ómar gekk, að ég held, í Samfylkinguna fyrir allnokkru en hefur ekki fengið neinn sérstakan framgang þar. Hefur kannski ekki kært sig um hann, og kannski sett skilyrði sem einhverjir hafa verið ósáttir við. Var fulltrúi á stjórnlagaþinginu og hafði sennilega talsverð áhrif þar.
Jónas bauð sig fram til stjórnlagaþingsins en var ekki kosinn á það. Sennilega hafa það verið honum talsverð vonbrigði þó ekki hafi hann látið neitt uppi um það mér vitanlega.
Fyrir nokkru man eg eftir að einhver steinsmiðja auglýsti legsteina til sölu. Ekkert athugavert við það. En þeim þótti nauðsynlegt að auglýsa jafnframt að allt væri innifalið. Man að ég velti því fyrir mér, vegna þess að ég er svo skrítinn, hvað átt væri við með þessu allt innifalið þ.e.a.s. hvort þeir legðu til líkið líka. Sennilega hafa þeir samt átt við flutninginn og áletrunina eða eitthvað þessháttar. Hvað veit ég? Ég kaupi nefnilega ekki legsteina reglulega. Nýlega eru samt útfararþjónustur farnar að auglýsa. Það tíðkaðist alls ekki áður fyrr. Læknar mega t.d. ekki auglýsa, enda þurfa þeir þess sennilega ekki.
Kannski er ég ekki alveg hefðbundinn bloggari. Blogga mest um allskyns hluti sem tengjast bloggi en er samt ekki mjög oft bloggað um. Reyni að forðast óþarfa stóryrði sem virkir í athugasemdum hafa samt margir hverjir tamið sér. Nefni jafnvel nöfn þó flestir forðist það. Auðvitað eru stjórnmálalegir forystumenn ekki taldir þar með. Um þá má tala illa eða vel eftir atvikum. Bloggara má helst ekki tala um nema þá í aðfinnslutón miklum.
Málfarslegar aðfinnslur eru mikið í tísku hjá þeim sem aldraðir eru. Sumt af því er óttalegur sparðatíningur finnst mér. Nauðsynlegur er hann samt því meðferð málsins fer á margan hátt hnignandi. Þeir sem einbeita sér að slíku verða fljótt óhemju leiðinlegir og mest lesnir af þeim sem minnst þurfa á slíkum aðfinnslum að halda.
Öll mín bankaviðskipti, sem alls ekki eru mikil, hafa verið við Landsbankann og ég get ekki kvartað yfir þeirri þjónustu sem ég hef fengið þar. Samt sem áður get ég ekki annað en tekið undir með þeim sem vilja reka með skömm æðstu ráðamenn þar. Borgunarmálið hefur valdið bankanum þvílíku orðsporstapi að ekki er með neinu móti hægt að sætta sig við slík afglöp.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Tek undir með þér hvað varðar Landsbankann, ég er búinn að skipta við hann lengi, en ástæðan er númer 1 - 99 hið almenna starfsfólk.Aldrei mætt þar öðru en vinsemd og kurteisi.
Varðandi málfarsleiðréttingaáráttu okkar gamlingjanna, þá eru ábendingar þínar vissulega réttar. En vegna þessa tilefni þykir mér rétt á að íslenskufræðingur (kona reyndar, ef það skiptir máli) sem er með reglulega þætti í Ríkisútvarpinu segir, að slíkar leiðréttingar séu hið mesta rugl og í raun dónaskapur. Hver manneskja tali þá íslensku sem henni henti og það sem því fólki finnst rétt er rétt fyrir viðkomandi sem sé í fullum rétti til að skrifa og tala eins og þau lystir.
En talandi um Ríkisútvarpið; einhverntíma var vitnað til þess í sambandi við svokallað öryggishlutverk þess að ein aðal ástæðan fyrir því að tilvist þess væri réttlætanleg, fælist í langbylgjusendingum þess á dagskránni. Nú hefur langbylgjusendingin ekki heyrst í á annað ár. Hver skyldi orsökin vera?
Ellismellur 16.5.2016 kl. 10:33
Þér til upplýsingar voru nær engir að hugsa um umhverfismálin í aðdraganda Alþingiskosninganna 2009 heldur snerist allt um peninga eins og svo oft áður, en í þetta skipti um tap og það hvernig hver og einn færi út úr því.
Vegna gallaðra laga um stuðning við stjórnmálaflokka sat Íslandshreyfingin - lifandi land, en ég var og er formaður þess stjórnmálafélags, uppi með erfiðar skuldir eftir kosningarnar 2007 í stað þess að geta verið með ríflegan afgang ef kjörtimabilið hefði verið fjögur ár.
Hafði flokkurinn þó aðeins eytt broti af því fé sem aðrir flokkar eyddu í þeim kosningum.
Vitað var að Samfylkingin hafði brugðist í virkjanamálum árin á undan og að hugsanlega gæti Íslandshreyfingin gert gagn ef hún sameinaðist Samfó og beitti sér þar ásamt öðru umhverfis- og náttúruverndarfólki í flokknum.
Það kom í ljós á landsfundi Sf fyrir kosningarnar 2009, þegar örfáum atkvæðum munaði að fundurinn samþykkti að stefna flokksins skyldi vera sú að reist yrðu ein mörg álver á landinu og mögulegt væri.
Einnig hefur munað um okkur á fundum þar síðan.
Ég kem af fjöllum varðandi langbylgjuna. Ég á lítið langbylgjuútvarp og hef alltaf getað stillt inn á hana.
Ómar Ragnarsson, 16.5.2016 kl. 16:02
Sæll Sæmundur, hef alltaf gaman af pistlunum þínum þegar ég kíki á bloggið. Þetta með legsteininn er þó einstök snilld, hvort líkið sé innifalið líka. Finnst það samt ekki líklegt. Bestu kveðjur.
Theódór Norðkvist, 16.5.2016 kl. 20:48
Ellismellur, mér finnst að leiðréttingar á málfari eigi eingöngu rétt á sér ef um útbreidda fjölmiðla er að ræða. Þar fyrir utan nægir að menn skiljist sæmilega. Um langbylguna veit ég ekkert.
Sæmundur Bjarnason, 17.5.2016 kl. 00:26
Ómar, þakka þér fyrir lesturinn. Mér finnst að umhverfismálin vinni sífellt á í pólitíkinni og heimurinn fari á margan hátt batnandi, þó ekki að öllu leyti.
Sæmundur Bjarnason, 17.5.2016 kl. 00:33
Theódór, þetta með legsteinana er alveg satt. Ég hugsa svona.
Sæmundur Bjarnason, 17.5.2016 kl. 00:35
Í nýyrðasafni okkar Sigmundar Ernis fyrir aldarfjórðungi voru þessi þrjú:
Raðhús = lík hús.
Kirkjugarður = Nábýli.
Látinn kókaín neytandi = Nánös.
Ómar Ragnarsson, 17.5.2016 kl. 09:41
Já Ómar, það má endalaust leika sér að málinu. Gott ef ég hef ekki einhverntíma séð þessa orðabók. Hún var fróðleg.
Sæmundur Bjarnason, 17.5.2016 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.