29.4.2016 | 23:12
2457 - Forsetar Bandaríkjanna o.fl.
OK. Simmi vildi ganga hart að kröfuhöfum, enda hafði hann komið fjölskylduauðnum vel fyrir í skattaskjóli. Bjarni var tregur, enda allsekki búinn að gera það sem hann átti að gera og sumu, eins og t.d. Borgunarmálinu, hafði hann klúðrað rækilega. Samkomulag tókst þó á endanum. Aðalatriði þess samkomulags var að segja alls ekki hverjir hinir raunverulegu kröfuhafar væru. Auðvelt er samt að giska á það. Það voru allir þeir ræningjar sem höfðu orðið höndum seinni við að koma sínu illa fengna fé í öruggt skjól. Sumir þeirra höfðu hagað sér svo aumingjalega að þeir höfðu jafnvel tapað fjármunum í hruninu.
Það eru svo margir sem gera sér grein fyrir þessu að ríkisstjórnin þyrfi að fara frá sem fyrst. Hún ætlar samt að þrjóskast við því Bjarni á eftir að redda ýmsu sem hann á að gera. Ekkert sérstakt bendir til þess að staðið verði við loforðið um kosningar. Haust er líka svo loðið og teygjanlegt hugtak. Auðvitað er spursmál hvort svokölluð stjórnarandstaða sé nokkuð betri. Allavega var síðastliðin stjórn það tæpast.
Fésbókin já. Frekjan og afskiptasemin í þessu forriti ríður ekki við einteyming. Greinilega er stórhættulegt að gefa því of mikil völd yfir sjálfum sér. Ég hef svosem ekki neitt sérstakt í huga. Notkunin á þessum fjanda er bara komin út yfir allan þjófabálk. Kannski nota ég það heldur ekki eins og flestir aðrir. Sumir held ég að noti það helst ekki.
Nú er reynt eftir mætti að græða á þeim sem áhuga hafa á fótbolta. Ekki ætla ég samt að gerast áskrifandi að EM fyrir 6.900 krónur. Ef hægt er að plata nægilega marga græða áreiðanlega einhverjir. Tíu þúsund sinnum 6.900 eru 69 milljónir. Fyrir þá upphæð, má auk þess að borga fyrir fáeinar auglýsingar, kaupa ýmislegt. Leikir íslenska landsliðsins og úrslitaleikurinn hljóta samt að vera ókeypis. Fleiri leiki hef ég engan áhuga á að sjá í beinni útsendingu. Man vel hve merkilegar beinar sjónvarpsútsendingar þóttu í eina tíð. Nú eru þetta bara farartæki fyrir gróðapunga.
Alveg síðan ég var í svokölluðum kvikmyndaklúbbi á Bifröst um 1960 hef ég haft svolítinn áhuga á bandarískum stjórnmálum. Einkum forsetakosningum. Man eftir að við sýndum kvikmynd um viðureign Kennedys og Nixons og allar götur síðan hef ég fylgst nægilega vel með því sem þar gerist til að geta talið upp þá forseta sem hafa verið síðan. En það eru: Kennedy Johnson Nixon Ford - Carter Reagan Bush eldri Clinton Bush yngri Obama. Einnig man ég vel eftir Eisenhower.
Vel getur verið að nú sé það bundið í lög að forsetar Bandaríkjann megi ekki sitja í embætti nema tvö kjörtímabil. Franklín Delano Roosevelt sat þó lengur því hann var fyrst kjörinn að ég held 1932 og var forseti þar til hann lést í styrjaldarlok og það var Truman (varaforseti hans og forveri Eisenhowers) sem tók ákvörðunina um Hiroshima og Nagasaki.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.