2451 - ÓRG enn og aftur

Er nokkuð hægt að blogga núna án þess að minnast á ÓRG? Eiginlega hef ég enga skoðun á þessu síðasta útspili hans fyrr en ég veit hvaða kosti verður um að ræða í komandi forsetakosningum. Er í miklum vafa um hvort ég vilji hann frekar en Andra Snæ. Hinsvegar líst mér nokkuð vel á Guðna Th. og hugsa að ég mundi taka hann framyfir ÓRG. Annars er alltof snemmt að vera að velta þessu fyrir sér. Útkoma flokkanna í væntanlegum alþingiskosningum er miklu merkilegra viðfangsefni. ÓRG virðist ganga útfrá því að erfitt verði að mynda stjórn eftir næstu kosningar og þessvegna sé hann ómissandi. Ég er ekki á sömu skoðun.

ÓRG tekur talsverða áhættu með því að bjóða sig fram enn einu sinni. Gagnstætt því sem flestir halda (eða héldu í fyrstu) er ég sannfærður um að hans tími er liðinn. Það sem sagt verður um hann eftir slíkt tap, gæti orðið heldur slæmt. Fljótfærni kann að vera ástæðan fyrir þessu frumhlaupi.

Hvernig skyldi standa á því að í hvert skipti sem ég sest niður og ætla að horfa á sjónvarpið þá skuli vera þar þáttur um einhverja heimsfræga íslenska popphljómsveit sem ég hef aldrei heyrt minnst á. Auðvitað getur verið að þetta sé vegna þess að ég sé svona illa að mér um popp en sýnir sjónvarpið bókstaflega aldrei neitt annað en svona efni og svo náttúrlífsmyndir með David Attenborough. Jú, Egill Helga er með bókmenntaþátt á miðvikudögum og ég hef reynt að horfa á hann. Móðgaðist þó svolítið um daginn þegar Kiljuþátturinn sem ég ætlaði að fara að horfa á reyndist bara vera endursýning á gömlum þætti. Þetta var á hefðbundnum frumsýningartíma og vitanlega hefði átt að vera búið að vara mann við. Það var samt ekki gert. Margt er samt áhugaverðara en blessað sjónvarpið og eiginlega er það orðið alveg úrelt, nema þá helst fréttirnar.

Ég er svolítið hissa á því hve leiðitamir þessir ungu þingmenn stjórnarflokkanna eru. Augljóst hlýtur að vera öllum að fulltrúar gamla tímans ráða því sem þeir vilja í stjórnarflokkunum og Bessastaðabóndinn er óneitanlega farinn svolítið að eldast. Á virkilega að halda áfram með ríkramannadekrið sem eru ær og kýr Bjarna Benediktssonar og hann taldi Framsóknarflokkinn á að styðja og féllst meira að segja á forsætisráðherratign Sigmundar Davíðs. Kannski er samt réttara að kalla Sigmund Davíð fósturson ÓRG eins og ég sá einhversstaðar haldið fram. Það getur líka verið að öldungaráðið í hinum síminnkandi Sjálfstæðisflokki hafi sagt Bjarna að haga sér eins og hann gerir.

Til öryggis lít ég yfileitt á tímamótaþáttinn í Fréttablaðinu. Flest tímamótin eru að vísu andlát, en það eru einmitt þau sem ég lít á. Ég er nefnilega kominn á þann aldur að vel gæti verið að ég kannaðist við einhverja þar.

WP 20160402 09 15 06 ProGangstígar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband