2452 - Guðni Th

Greinilegt er að sumir (jafnvel flestir) þeirra sem höfðu í hyggju að bjóða sig fram til forseta lýðveldisins gerðu það einkum í auglýsingaskyni. Einn þeirra, Magnús Ingi Magnússon, lét þess beinlínis getið að hann mundi gefa hverjum þeim eitt stykki heitan hamborgara sem skrifaði á meðmælendalista sinn. Ódýr auglýsing það, því hann hefði hvenær sem er getað sagt að nógu margir meðmælendur væru komnir og hann væri hættur að gefa hamborgara. Kannski hefur það einkum verið sú hamborgaravæðing forsetaembættisins sem hefur farið í taugarnar á Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki hvarflar að mér að hann hafi ákveðið af illum hug að bjóða sig fram aftur. Hamborgaraforseti held ég hann vilji ekki vera.

Annars skil ég ekki ofsa þann sem gripið hefur vinstri menn marga útaf þessari ákvörðun ÓRG. Margir þeirra láta þetta fara óskaplega í taugarnar á sér en mér finnst þetta litlu máli skipta. Nema þá kannski í stóra samhenginu sem er greinilega það að valdastéttin vill halda sínu (með sínu lagi).

Prestar og sýslumenn ásamt öðrum valdsmönnum hafa löngum ráðið því hér sem þeir vilja. Meðan aðrar stéttir eru eins tvístraðar og dreifðar og raun ber vitni er ekki mikil von til að það breytist. Fyrir sakir breyttrar fjölmiðlunar ætti þó að vera auðveldara að sameina aðrar stéttir til að hrifsa völdin af valdastéttinni, en svo virðist ekki vera.

Þær þingkosningar sem boðaðar hafa verið næsta haust er líklegast að fari þannig að ÓRG fái lítið tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ef til vill eru dagar forsetaembættisins taldir en þó eru allar líkur á að Ólafur verði ellidauður á Bessastöðum.

Þetta hamborgara- og forsetamál er með því ómerkilegasta sem þjóðin hefur deilt um. Stjórnarskrárdrögin sem einnig hefur verið deilt svolítið um eru mörgum sinnum merkilegri. Jafnvel aðild Íslands eða ekki að ESB er það. Þó virðast furðumargir vera óvenju æstir útaf þessu.

Reyndar er það svo, að því miður er þetta blogg ekki nærri eins merkilegt samt og afhamborgaravæðing forsetaembættisins sem ÓRG hefur einsett sér að berjast fyrir. Kannski fær hann ekki einu sinni frið til þess. Held samt að Guðni Th. fari ekki fram. En eftirspurn eftir honum á framboðslista hjá ýmsum flokkum hefur áreiðanlega stórakist við forsetaspeglasjónir hans.

WP 20160410 12 17 40 ProHundur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband