2449 - Össur Skarphéðinsson

Ef ekki koma fleiri í framboð til forseta (sumum finnst þeir þegar vera orðnir of margir) gæti þetta snúist upp í einvígi á milli Andra Snæs og Guðna Th. Ég vil helst ekki trúa því að Ástþór eigi séns. Hinir eru flestir eitthvað gallaðir finnst mér. Kannski er þetta tóm vitleysa, en akkúrat núna finnst mér þetta. Þó getur vel verið að ýmislegt eigi eftir að ske í sambandi við þessar forsetakosningar. Ekki er að sjá að við fáum alþingiskosningar fyrr en næsta haust svo sennilega er best að einbeita sér að þessum forsetakosningum. Og það er einmitt það sem ég held að fjölmiðlarnir geri núna í framhaldinu. Það er að verða ástæðulaust að bíða öllu lengur, Össur minn.

Annars hef ég ekki meira um þetta að segja í bili, en býst við blaðamannafundum um helgina.

Sem dæmi um hve sjálfmiðaður ég er mætti nefna að ég hef, einmitt núna, meiri áhyggjur af því að ég á sennilega ekki fleiri nýlegar og sæmilegar bloggmyndir tilbúnar, en áhyggjur mína um það hver verður næsti forseti eru. Þar af leiðandi verð ég sennilega að setja gamla mynd með þessu bloggi. Auðvitað er lítið hægt að segja um það fyrr en framboðsfrestur er liðinn hvernig baráttan kemur til með að verða um þetta virðulega forsetaembætti. Það sakar samt ekki að spá og spekúlega. Kveikjan að þessum spekúlasjónum mínum var fésbókarinnlegg Sigurðar Þórs sem ég veit að er mótfallinn Andra Snæ.

Hvort er ég bloggari eða ljósmyndari? Mér finnst meira gaman að skrifa og ljósmyndir eru listgrein sem ég skil eiginlega ekki. Heimspeki er satt að segja sú vísindagrein sem ég dáist hvað mest að. Sérstaklega finnst mér aðdáunarvert hve heimspekingar eiga oft auðvelt með að rökstyðja skoðanir sem eru alveg útúr kú.

Auk alls annars eru miklar líkur á að þessar kenningar mínar séu ónýtar orðnar. T.d. með því að Guðni Th. bjóði sig allsekkert fram. Hvað þá Össur. Andri Snær er þegar búinn að ná talsverðu forskoti.

IMG 1747Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæmundur, hafðu engar áhyggjur, sundurliðsforinginn Andri Snær nær engu flugi nema hjá háværri vinstri klíku. Fólk vill ekki vinstri mann, hlaðinn öfundargenum sem sameiningartákn þessarar þjóðar. Þetta er bara svona stormur í gatnsglasi, sannaðu til.

Örn Johnson ´43 15.4.2016 kl. 15:56

2 identicon

Sæmundur, hafðu engar áhyggjur, sundurliðsforinginn Andri Snær nær engu flugi nema hjá háværri vinstri klíku. Fólk vill ekki vinstri mann, hlaðinn öfundargenum sem sameiningartákn þessarar þjóðar. Þetta er bara svona stormur í vatnsglasi, sannaðu til.

Örn Johnson ´43 15.4.2016 kl. 15:59

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Örn, þetta snýst ekki um vinstri eða hægri, Ólafur hefur endanlega afsannað það.

Ég er vinstrisinnaður en það myndi aldrei hvarfla að mér að kjósa Andra Snæ í þetta embætti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.4.2016 kl. 18:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæmundur, frambjóðendaúrvalið er svo slappt að sennilega nær Ástþór sinni bestu kosningu, þó ekki dugi það til.

Skoðanakönnun sem gerð var á Bylgjunni, -Reykjavík síðdegis-, nýlega, sýndi Guðna með 50%, meðan Andri fékk um eða innan við 20%. (í sömu könnun)

Er Guðni búinn að boða framboð?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.4.2016 kl. 19:01

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Örn, eiginlega stal Axel Jóhann glæpnum frá mér. Ég ætlaði nefnilega að segja að vinstri og hægri hefði litla merkingu þarna. Kannski skiptir máli hvort um er að ræða pólitíkus eða ekki pólitíkus. Ríkisstjórn eða ríkisstjórnarleysi kynni líka að hafa áhrif. Annars er þetta einskonar fegurðarsamkeppni.

Sæmundur Bjarnason, 15.4.2016 kl. 21:15

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Axel Jóhann, ég veit ekki hvort Guðni er búinn að gefa kost á sér. Síðast þegar ég vissi var hann að hugsa málið. Annars fannst mér nokkuð gott hjá Sturlu Jónssyni að safna 3000 undirskriftum en fá ekki að skila þeim.

Sæmundur Bjarnason, 15.4.2016 kl. 21:17

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki býst ég við að maður sem hefur ekki hundsvit og segir það sjálfur, fái mörg atkvæði, eða hvað?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.4.2016 kl. 23:01

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Andri Snær er svo lemstraður af vitneskju manna um að hann hefur verið ofhaldinn af rithöfundarlaunum síðasta áratuginn, með 36,7 miljónir króna í ríkislaun (níu ár og þrjá mánuði á 10 árum) þrátt fyrir býsna takmarkaða bókaútgáfu, að hann á í raun lítinn möguleika til embættisins.

Jón Valur Jensson, 16.4.2016 kl. 03:17

9 identicon

Ósköp á þessi blessaður Jón Valur bágt. En maður á ekki að skimpast með geðveiki. -  Einar Kristinn blés á það að hann væri að hugsa um Bessastaði þegar hann tilkynnti að hann myndi hætta á þingi eftir þetta sem nú stendur. Skyldi honum vera alvara? Annars held ég þjóðin myndi aldrei kjósa sjálfstæðismenn sem forseta, jafnvel þótt Einar sé hinn besti maður. Einhvernveginn held ég að Guðni Th. muni ekki fara í þennan leðjupoll, en Andri Snær á held ég meiri séns en Ástþór, blessaður.

Ellismellur 16.4.2016 kl. 16:36

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðni Th. er mun skárri kostur en Andri Snær. Annars ættu allir fyrrv. og núv. Samfylkingarmenn að lýsa yfir andstöðu sinni við Icesave-löggjöf þess flokks og Steingríms Joð -- ef ekki með því að tilfæra einhver andstöðuorð sín á árunum 2009-2013 gegn hinni meintu Icesave-greiðsluskyldu, þá a.m.k. með því að lýsa því yfir, að sem forsetaefni séu þeir fullkomlega sammála herra Ólafi Ragnari um það, sem hann gerði með synjun sinni og málskoti til þjóðarinnar.

Bágt á "ellismellur" að vera rökþrota gagnvart ábendingu minni og að notast svo við auvirðilega niðrunaraðferð eina saman; og hvers eiga alvöru-geðveikir að gjalda?

Jón Valur Jensson, 17.4.2016 kl. 02:09

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Eftir því sem ég man best neitaði ÓRG tvivegis að skrifa undir löggjöf varðandi icesave. Vel er hægt að vera ósammála öðru af þeim skiptum en sammála hinu. Annars er þetta Icesafe-mál allt saman að verða hálf leiðigjart nema allt mögulegt sér rifjað upp í leiðinni. Á ýmsan hátt finnst mér það mál bera vott um "happdrættishugsunarháttinn" sem var mjög ríkjandi hér í aðdraganda hrunsins.

Sæmundur Bjarnason, 17.4.2016 kl. 14:22

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alls ekki, Sæmundur. Við, vel læst fólk í Þjóðarheiðri, samtökum gegn Icesave, vissum a.m.k. vel af því, sem Þorbjörn Þórðarson, viðskiptablaðamaður á Fréttablaðinu og Stöð 2, minnist á í leiðara Fréttablaðsins* í dag (og það ama vissu InDefence-menn; undirstrikun er hér mín):

"... Gjá hafði myndast milli þings og þjóðar þegar löggjafinn samþykkti ríkisábyrgð á greiðslum til Breta og Hollendinga þegar engri slíkri ríkisábyrgð var til að dreifa í tilskipun um innistæðutryggingar."

* Minnst 24 ár = http://www.visir.is/minnst-24-ar/article/2016160418892

Jón Valur Jensson, 19.4.2016 kl. 14:15

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

... það sama vissu ...

Jón Valur Jensson, 19.4.2016 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband