2437 - Bjarni bóksali

Bjarni frændi birtir á fésbókinni ágæta og fjörlega frásögn af sjálfum sér, Ésú, Djöflinum, KaríusiBaktusi sjálfum og ýmsum fleirum sem ég las með mikilli áfergju, rétt eftir að ég hafði, aldrei slíku vant, sérað smágrein eftir Atla Vilhelm bróður hans, sem ég hafði rétt áður lesið (á fésbókinni náttúrulega) en þar hafði hann hrósað grein eftir Njörð P. Njarðvík (sem reyndar er kvæntur frænku konunnar minnar), um væntanlegar forsetakosningar og vöntun frambjóðenda þar á „menningarlegri reisn“.

Nú vantar ekkert nema að ég mæli með því að Bjarni frændi og bóksali á Selfossi, fyrrverandi Alþingismaður, rithöfundur og hvaðeina, fari í forsetaframboð. Ég efast nefnilega ekkert um að þeir forsetaframbjóðendur sem hingað til eru komnir í ljós eða framboð hafi fengið ´fjölda áskorana´ eins og þeir segja stundum.

Þetta með „menningarlegu reisnina“ veit ég ekkert um en bækur hefur hann skrifað. Fyrnir að vísu mál sitt stundum að mér finnst. Er kannski ekki ´boðberi nýrra tíma´ að öllu leyti og einn af þeim fáu sem sagt hefur af sér þingmennsku áður en andstæðingum hans gafst ráðrúm til að krefjast þess. Auðvitað var hann einu sinni Framsóknarmaður en sú vitleysa er að mestu hrunin af honum.

Auðvitað er ég ekki að gera grín að Bjarna frænda þó hann eigi það til að gera grín að öðrum. Síst af öllu vil ég verða til slíkrar ósvinnu því hann er það mikill orðsins maður að hann gæti sem best sent það margfalt til baka.

Nú verð ég annað hvort að hætta við að birta þessi ósköp eða gera það strax. Eftir hádegi gæti forsetaframbjóðendum hafa fjölgað talsvert og margt af því sem hér er nefnt verið orðið úrelt með öllu.

WP 20160226 11 20 48 ProFrá Sementsverksmiðjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband