13.3.2016 | 15:38
2433 - Tortóla
Húsameistari ríkisins
tók handfylli sína af leir
og Bjarni sagði ókei
Hér er ég og ég heiti
Sigmundur Davíð.
Já, já. Þetta er rammstolið frá Steini. Er það samt ekki hrós útaf fyrir sig að stela svona blygðunarlaust?
Arðgreiðslur tryggingarfélaganna og Borgunarmálið eru í þann veginn að gleymast. Kannski er vorið á næsta leiti, að sumu leyti a.m.k. (Er ég kannski að gera ypsilonvillu hér?) og þessvegna nenna menn líklega ekki að rífast endalaust.
Eru Tortólabúar allir siðlausir? Bara bankakerfið þar kannski? E.t.v. allir Íslendingar sem eiga reikninga þar? Hugsanlega allir sem tengdir eru bankakerfinu á Tortóla? Er ekki til betri mælikvarði á siðleysi? Er hugsanlegt að siðleysið sé bara ekkert tengt Tortóla? Áreiðanlega eru ekki allir siðleysingjar með bankareikning á Tortóla. Ekki einu sinni þeir íslensku. Eru peningar og eignir upphaf og endir alls? Hverlags spurningar eru þetta eiginlega?
Vestrænt lýðræði og arabiska vorið. Af hverju skyldum við vera svona upptekin af því að koma hinu svokallaða vestræna lýðræði á um allt. Og hver er fulltrúi hins margnefnda Alþjóðasamfélags? Er hið vestræna lýðræði fólgið í því að láta alþjóðleg fyrirtæki ráða því sem þau vilja? Og fá að sitja uppi með öll vandamálin? Og skríða í duftinu fyrir peningaplokkinu? Af hverju skyldu frjálsbornir Íslendingar vera tilbúnir til að fara í kílómeterslanga biðröð og dveljast þar í heila nótt bara ef bandarísk matarkeðja segist ætla að gefa þeim 10 fremstu í biðröðinni agnarögn af því sem þeir stela af hinum?
Einu sinni í fyrndinni (man alveg eftir því samt) þóttu beinar sjónvarpsútsendingar merkilegar. Svo er ekki nú. Bein útsending frá lokakeppni fyrir Júróvisíón í öðru landi er fullmikið finnst mér. Takk samt fyrir að láta fréttirnar í friði. Kannski er ég bara svona ferkantaður og horfi aldrei á svonalagað, en er þetta ekki opinber tuðsíða Morgunblaðsins.
Einkennilegt þetta með stjórnarskrána. Þeir sem sögðu einu sinni að hún væri alveg ágæt, vilja endilega breyta henni núna. Aftur á móti eru þeir sem vildu umfram allt nýja alveg á móti öllum breytingum, jafnvel þó þær gangi í sömu átt. Stjórnmálamenn eru skrýtnustu skepnur jarðarinnar. Árni Páll er jafnmikill Júdas, þó hann safni skeggi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Velti fyrir mér - eins og þú - stjórnmálastöðunni eins og hún birtist manni í fjölmiðlum. Það getur varla farið milli mála að það er ekki djúpt í árina tekið að tala um að það sé titringur í stjórnarsamstarfinu. Sigmundur Davíð er annað tveggja ólíkindatól eða algjör bjáni í þessum hlutum. Að atast svona í málum, sem hann ætti að láta vera að skipta sér af eins og hann gerir trekk í trekk, hlýtur að ergja, vægt orðað, þá sem fara með viðkomandi málaflokk í stjórninni. Nægir að benda þar á afskipti hans af nýbyggingu LSH, sem er komið í ákveðinn farveg og framhjá "point of no return" ef maður má orða það þannig. Get ekki ímyndað mér að Kristján Þór sé ánægður. Nú og svo eru fleiri í einleik og nægir þar að nefna ráðherra félagsmála, sem maður gæti ætlað að væri í hörku stjórnarandstöðu og er það kannski. Guðlaugur Þór, sem er nú oftast fastur á meiningunni við að standa í móti útgjöldum og aukinni skattheimtu, var greinilega búinn að fá upp í háls í kvöldfréttum sunnudagsins 13.3. þegar hann spurði Eygló hvort hún hefði fundið leið til að spara þessa 8000.000.000,- sem auknar greiðslur í fæðingarorlofi kosta skv. tillögum nefndar hennar. Það er því alveg mögulegt, að stjórnarsamstarfið springi og það fyrr en margir ætla. Hafandi í huga úrslit í kosningum til þinga sambandslýðveldanna þýsku, þá óttast maður að komi til kosninga fljótlega, muni framsóknarmenn jafnvel enn frekar en fyrr stökkva á vagn útlendingaandúðar.
Ellismellur 13.3.2016 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.