43. blogg

Ég er ekki vanur að blogga um fréttir. Aðrir gera það yfirleitt betur en ég er líklegur til.

Um daginn var ég þó að flækjast á Netinu og sá þá mynband sem vakti athygli mína og ég ætla að segja hér svolítið frá. Vel getur verið að þetta sé gamalt myndband og að fjallað hafi verið um þetta mál í fréttum hérlendis, þó ég hafi ekki orðið var við það.

Þetta myndband var úr öryggismyndavél og sýndi umferð á fjölförnum gatnamótum í borginni Tel Aviv í Ísrael.

Þar sást að ökumaður mótorhjóls reyndi að skjótast milli tveggja flutningabíla. Honum mistókst það og hann virtist lenda utan í öðrum bílnum og undir hinum og bíða samstundis bana. Nú geri ég mér grein fyrir því að banaslys í umferðinni eru ekki mjög sjaldgæf, hvorki hér á Íslandi né annars staðar. Það fer heldur ekki hjá því að slíkt náist öðru hvoru á mynd eins og myndavélar eru orðnar algengar. Nokkrum sinnum hef ég séð myndir af slíku og vissulega er það hryllilegt á að horfa.

Það er samt það sem fram fór eftir slysið sem fær mig til þess að blogga um þetta. Í langan tíma gerðist ekki neitt. Hundruð ökutækja af ýmsum gerðum óku framhjá manninum í blóði sínu á götunni eins og ekkert hefði ískorist.

Að sumu leyti skiptir sjálfsagt máli hvar þetta var. Ég býst ekki við að ég hefði orðið eins hissa ef þetta hefði t.d. verið í Kína eða á Indlandi. Ísrael hélt ég hins vegar að væri nánast vestrænt ríki.

Sem betur fer verð ég væntanlega dauður áður en svonalagað þykir sjálfsagt og eðlilegt hér á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband