44. blogg

Í dag er kosningadagurinn mikli. A.m.k. er hann mikilvægur og afdrifaríkur nákvæmlega núna, hvað sem síðar verður sagt um hann.

Ég ætla samt ekki að blogga um hann, nógu margir verða víst til þess.

Bjarni benti mér á það um daginn að ég gæti bæði fundið Önnu í Holti og Gíslínu í Dal á Moggablogginu. Þetta reyndist alveg rétt.

Að undanförnu virðast Moggabloggs-forritararnir hafa verið að fikta eitthvað í aðsóknartölunum og ég skil líklega ennþá minna í þeim núna, en ég hélt að ég gerði.

Ég hafði ekki ætlað mér að vera neitt að velta fyrir mér stýringum í blogginu, bloggvinum og þess háttar fyrr en einhverntíma eftir kosningar. En í gær fékk ég boð frá Önnu í Holti um að gerast bloggvinur hennar og auðvitað þáði ég það. Í framhaldi af því datt mér svo í hug að það væri vel til fundið að bjóða Bjarna frænda bloggvináttu á sjálfan kosningadaginn. Þetta hlýtur að vera ansi spennandi dagur fyrir hann.

 

Jói og Hafdís fóru í gær í sumarbústað austur í Tungur. Lísa köttur verður hjá okkur á meðan. Áslaug og hún verða víst einar á kosningavökunni í Auðbrekkunni í kvöld.

Benni er búinn að kaupa sér íbúð sem hann fær afhenta 1. júlí að ég held. Sína íbúð þarf hann að afhenda í byrjun júní svo þarna er svolítið bil sem þarf að brúa, en ég hef ekki trú á að það verði mikið vandamál. Íbúðin er við Helluvað og minnir mig náttúrlega á að það var einmitt á Hellu sem ég hitti Áslaugu fyrst, en það er alltönnur saga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góðar kveðjur til fjölskyldunnar.  Það er heiður að vera bloggvinur við hlið þingmannsins.   Mér leist vel á hann í silfri Egils.... og ekki var annað að heyra en aðrir þingmenn hlökkuðu til að fá hann inn á Alþingi.

Anna Einarsdóttir, 14.5.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hæ Anna.

Ég get ekki gleymt sögunni um skítinn á prikinu. Ég held að ég hefði nú ekki sagt við hvern sem er, þegar ég var á Vegamótum, að eitthvað kostaði "skít á priki". En þú varst náttúrlega ekki hver sem er. 

Sæmundur Bjarnason, 14.5.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband