2370 - SHTF

Amríkanar hafa mikið dálæti á skammstöfunum. Sum þeirra vilja þeir helst ekki skýra út fyrir þeim fattlausu. SHTF er t.d. ein slík. Shit Hits The Fan. Mætti svosem þýða það með: „Þegar allt fer til andskotans“. „Prepping for SHTF-situations“ gæti t.d. verið ágætis bókarheiti á ensku. Þeir vita nefnilega sem er, að ekki þýðir neitt að treysta á stjórnvöld ef allt fer fjandans til. Eins gott að vera viðbúinn því versta. Slíkar „Vertu-viðbúinn“ bækur eru afar vinsælar þar vestra. Þannig hugsun er víðsfjarri hinum víkingasinnuðu Íslendingum. Góða fólkið hlýtur að koma þeim til bjargar eins og vanalega ef allt fer í SHTF.

Annars hlýtur maður víst að vera hægrisinnaður ef maður notar orðalepp eins og „góða fólkið“ (gæsalappirnar þurfa helst að vera með) og hægt er að lesa allskonar merkingu útúr því. Já, tungumálið er vandmeðfarið. Flest fólk gerir þó alltof mikið af því að setja allskyns aukamerkingar og aukaskilning í orðanotkun. Sjálfur er ég óskaplega hallur undir ypslonvillur og rangar beygingar og fordæmi fólk sem gerir slíkt. Sjónminni mitt á stafsetningu er nokkuð gott að ég held. Áður fyrr las maður aldrei texta sem ekki var prófarkalesinn af kunnáttumanni. Samræmd réttritun forn er mér næstum í blóð borin. Réttritun er samt bara mannanna verk og í hæsta lagi getur hún borið vitni um hvenær textinn er saminn og hugsanlega um aldur textasemjarans. Ef hægt er og sæmilega auðvelt að komast að því hvað átt er við, er allt í lagi. Auðvitað eru mismunandi kröfur gerðar eftir miðlum og svo er Eiður alltaf á verðinum. Munur að hafa slíka menn. Kommusetningar og gæsalappafræði eru mér þó að mestu lokuð bók.

Er ennþá hægt að fá fólk til að deila endalaust auglýsingum á fésbókinni með því að lofa vinningi eða vinningum í einskonar happdrætti? Hefur nokkur heyrt af vinningshöfum í slíku. Efast stórlega um það. Spara mér mörg lækin og deilingarnar þar, en auðvitað er verst að ekki er hægt að breyta þeim sparnaði í peninga. Finnst sumir dreifa lækunum sínum og deilingum alltof víða. Samt er það einkum slíkt sem gerir fésbókina (og aðra samfélagsmiðla) að því máttuga fyrirbrigði sem hún óneitanlega er. Sjálfum finnst mér ég vera afar spar á lækin og deilingarnar á fésbókinni, en kannski finnst öðrum það ekki. Deili samt alltaf eigin bloggfærslum í auglýsingaskyni. Eða reyni að muna eftir því.

Svei mér ef Ragnheiður Elín Árnadóttir er ekki óvenjulega illa að sér sem ráðherra. Hún og Grímur Sæmundsson í Bláa Lóninu voru að mig minnir í Kastljósinu í gær að kynna nýja stofnun sem á að finna einhverja skárri leið en náttúrupassann til að koma böndum á vitleysuna sem viðgengst í ferðamannabransanum. Veit ekki betur en það sé til stofnun sem heitir „Ferðamálastofa.“ Þetta sá ég á fésbókinni. Veit samt engin frekari deili á þeirri stofnun.

WP 20150819 09 15 18 ProHveragerði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband