3.10.2015 | 14:54
2368 - "Sprengjur féllu"
Segja má að umræðan um stjórn landsins sé að komast á dálítið nýtt stig þegar þjóðþekkur geðlæknir, Óttar Guðmundsson, stígur fram og gefur beinlínis í skyn að Sigmundur Davíð sé geðveikur. Kannski meinar hann það ekki og þá er varla hægt að segja annað en að þetta sé heimskulegasti stjórnmálabrandari sögunnar a.m.k. hér á Íslandi. Sennilega eru þeir orðnir fáir sem muna eftir Stóru bombunni Sjálfur man ég eftir því að hafa lesið ágæta grein um hana og kvæði úr Speglinum sem mig minnir að hafi endað svona: Hver veit nær söðlar Daníel
Áhugi fólks á Pírötum ber vott um skrítið stjórnmálaástand. Landslagið þar er að ýmsu leyti breytt. Stjórnarskárumræða er mikil og tölvu- og internetaðsókn hefur aukist mikið. Og auðvitað tölvulæsi einnig. Bóklestur er líka minnkandi o.s.frv. o.s.frv. Allt er þetta hugsanlega fésbókinni og öðrum samskiptamiðlum að þakka. Nú, eða kenna, ef menn eru þannig þenkjandi. Ekki er hægt að neita því að samskipti fólks eru með allt öðrum hætti núna en áður var. Meðalaldur þjóðarinnar fer hækkandi. Það er ekki einu sinni hægt að treysta því lengur að gamalt fólk geti ekki tileinkað sér nútíma tækni, þó oft sé það notað sem afsökun fyrir allskyns mistökum. Predikunarárátta mín minnkar samt ekkert. Eins og fleirum finnst mér mín sjónarmið langbest í öllu, sem ég á annað borð hugsa um.
Ekkert er ókeypis. Og engir tveir hugsa nákvæmlega eins. Þetta virðist mér að fólki sjáist stundum yfir. Það sem einum finnst sjálfsagt og svo eðlilegt að varla sé orðum á það eyðandi, finnst kannski öðrum vera mesta vitleysa. Samt miðar okkur ekkert áleiðis, hvert sem við erum að fara, nema sæmileg sátt ríki um sem allra flest sjónarmið. Kannski sést hinum hefðbundnu og vanalegu stjórnmálaflokkum yfir þetta og þessvegna minnkar fylgi þeirra jafnt og þétt.
Sprengjur féllu, sagði útvarpið núna rétt áðan. Þær féllu víst meðal annars á sjúkrahús. Mér finnst það ekkert náttúrulögmál að sprengjur falli af himnum ofan. Miklu nærtækara er reyna að komast að því hverjir stóðu fyrir þessu sprengjuregni. Annars er það víst ekkert leyndarmál að Bandaríkjamenn stóðu fyrir því. Ekki dettur mér samt í hug að halda að það hafi verið með vilja gert að bana sjúklingum. Eflaust hafa þeir verið að hefna fyrir aðrar árásir. Ríkisstjórnir eru víst ekkert undanskildar þegar um hefndarhug er að ræða. Auðvitað kemur til greina að beita öðrum ráðum en sprengjuregni þegar svona stendur á. En slíkt kostar hugsanlega tíma og mannslíf. (Ekki bara peninga eins og sprengjuregnið hjá stórveldunum.) Samt hasast stórveldin upp á því fyrir rest.
Ég er líka að hasast upp á þessum eilífu myndbirtingum sem litlum tilgangi þjóna. Á engar myndir tilbúnar núna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmi.
Ég sakna myndanna hjá þér. Hví ekki að hafa bara random myndir úr safni þínu?
Kannski er hluti þjóarinnar geðveikur. Síst þó þeir sem stiðja Pírata. Sumir kannski. Ekki á það að vera manskemmandi.
Guðmundur Bjarnason 3.10.2015 kl. 16:27
Já, Guðmundur ef til vill hafa myndirnar sett svolitinn svip á bloggið. Ég tek svosem talsvert af myndum ennþá. Athuga það.
Píratana kaus ég í síðustu kosningum (bjó í Kópavogi þá) og geri það sennilega aftur í næstu. A.m.k. ekki núverandi ríkisstjórnarflokka, sem mér finnst hafa staðið sig illa.
Sæmundur Bjarnason, 4.10.2015 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.