3.5.2007 | 23:19
40. blogg
Þetta er blogg númer 40, sem er nú talsverður árangur út af fyrir sig. Að undanförnu hef ég skrifað óvenju oft. Nýtt blogg á hverjum degi.
Mér finnst ég yfirleitt vera þurrausinn eftir hvert blogg, en leggst svo eitthvað til þegar ég er búinn að ræsa Word-ið næsta dag. Ef ég kemst í þrot loka ég bara skjalinu og fer að gera eitthvað annað.
Ég var að hlusta á þá Guðmund Steingrímsson og Robert Marshall flytja Robinson-lagið sitt áðan. Mér fannst það fyndið, en á nýjan hátt. Það er ekki hægt að segja að þetta sé nein Baggalútsfyndni, en ef maður getur haft hemil á kjánahrollinum er eiginlega bara gaman að þessu.
Ég reikna með að stóra Jónínumálið fari að lognast útaf. Það er ekki líklegt að það dragi neinn dilk á eftir sér, allra síst svona rétt fyrir kosningar. Í mínum huga er aðeins eftir að upplýsa hver lak málinu í Helga Seljan eða Kastljósfólkið yfirleitt. Bæði Bjarni Benediktsson og Jónína koma til með að bíða talsverðan pólitískan skaða af þessu. Einkum þó Bjarni, en hann var á margan hátt ein helsta vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins. Guðjón Ólafur og Guðrún Ögmundsdóttir munu heldur ekki græða á þessu máli. Þó þeir Kastljósmenn hafi e.t.v. stundum farið nokkuð geyst í þessu máli, þá held ég að það verði þeim til álitsauka í heild og sömuleiðis dragi þingmenn nokkurn lærdóm af því.
Þegar ég var unglingur voru rústir af gamalli þangmjölsverksmiðju skammt frá Álfafelli. Stór steypt laug til vatnssöfnunar var þar rétt hjá. Húsið hafði verið byggt efst í brekkunni við ána og þó engir veggir væru lengur að fullu uppistandandi var gaman að leika sér þar. Steyptar grunnplötur voru þarna margar og á mörgum hæðum og mikið pláss. Ofsafengnir bardagar með trésverðum og tilheyrandi voru háðir þar og í minningunni að minnsta kosti voru liðin fjölmenn sem tóku þátt í þeim.
Ég man ekki hvort bardagarnir þarna tengdust einhverjum öðrum átökum milli hópa í þorpinu. Ég held frekar að við höfum stundað þetta sem íþrótt en sem illsku. Mesta hættan sem af þessu stafaði var sú að hjöltun á sverðunum væru svo illa gerð að sverð andstæðingsins rynni óvart á hendi manns.
Fyrir neðan rústirnar af þangmjölsverksmiðjunni og dálítið niður með ánni var gamla rafstöðin. Hætt var að nota hana og búið að fjarlægja allan vélbúnað. Hússkrokkurinn var þó þarna ennþá og að sjálfsögðu stíflan. Oftast nær flæddi áin a.m.k. nokkra sentimetra yfir stífluna, sem var varla meira en svona 20 sentimetra breið. Það þótti manndómsmerki að þora að ösla yfir ána eftir stíflunni þegar vel flæddi yfir hana.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.