2354 - Ragnheiður Elín komst á klósettið

Það er víst svo merkilegur atburður að Fréttablaðið hefur þetta fyrir aðalfyrirsögn á forsíðu. Nei annars, ég er bara að plata. Auðvitað eru þeir bara að vekja athygli á viðtali sem er inni í blaðinu. Gera samt smáfrétt um þennan einskisverða atburð. Það má ekki minnast á ferðamenn núorðið án þess að fá yfir sig helling af kúk og piss bröndurum. Hélt að flestir yxu uppúr þessu. Ber samt vott um mikla fréttaþurrð (gúrku) að nota svona ódýrt trix sem aðalfyrirsögn.

Nú er sumri tekið að halla. Það hefur mér alltaf fundist vera einn aðalboðskapur verslunarmannahelgarinnar. Einu sinni stundaði maður fylleríin ótæpilega um þessa helgi en það er liðin tíð. Ef það vill til að maður smakki vín núorðið þá er það eitthvað bragðbetra en „séníverinn og svarti dauðinn“ sem drukkinn var í gamla daga. „Meira matmeira,“ sagði Jeppi á Fjalli svo eftirminnilega í leikritinu eftir Holberg forðum daga.

Merkilegt (eða ekki) hvað sólin tekur sig alltaf vel út þegar hún stiklar á fjallstoppum Snæfellsnessins áður en hún sest endanlega. Þannig hefur það verið undanfarin kvöld og vonandi verður ekkert lát á því.

Leikmannsþankar um loftslagsmál. Tilfinningar eru svo sannarlega með í umræðum um loftslagsmál ekki síður en um pólitík. Aðallega virðist vera deilt um loftslag og hnatthlýnun í framtíðinni. Annarsvegar eru þeir sem ekki vilja viðurkenna nein sérstök vandræði (sennilega fer þeim þó fækkandi) þó hitinn á jörðinni hækki um nokkrar gráður. Þar sem hann er mestur getur þetta samt verið til vandræða, en flestir held ég að óski sér aukins hita og meiri gróðurs. Mestur styrrinn virðist standa um hvort Grænlandsjökull og ísinn á Suðurheimskautinu hverfi með öllu og valdi mikilli hækkun úthafanna og byggðir með ströndum fram verði við það í mikilli hættu. Einnig má búast við miklum öfgum í veðrinu og óstöðugleika og þannig getur mannkyninu á ýmsan hátt verið hætt. Mengun hverskonar og eitrun eykst einnig stöðugt og er sívaxandi vandamál.

Vissulega eru þeir margir sem virðast halda í alvöru að allt sé á hraðri leið til andskotans ef ekki verður samstundis brugðist við af hörku og mannkynið muni beita sér af alefli í eina átt. Svo hefur aldrei verið (þetta með einu áttina, sko) og mun ekki verða fyrr en í óefni er komið. Mannfjöldi á jörðinni mun aukast hratt og ekki er sjáanlegt að lífskjör batni að neitt verulega í framtíðinni. Alheimsstjórn verður tæpast komið á, en völd alþjóðlegra stofnana er hugsanlegt að aukist.

Vel er hægt að hugsa sér að vandræði vegna veðurs og ýmissa náttúruhamfara aukist talsvert. Þó held ég að ekki sé rétt að gera ráð fyrir miklum hörmungum þess vegna.

Hver er munurinn á stýrikerfi og forriti (appi)? Er hann einhver? Hefur hann hugsanlega einhver áhrif? Er hann (mismunurinn) mismunandi eftir tölvugerðum eða tegundum? Er hægt að leggja spurningar af þessu tagi fyrir Gúgla?

WP 20150718 19 44 40 ProGrillað kjöt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband