31.7.2015 | 10:44
2354 - Ragnheiður Elín komst á klósettið
Það er víst svo merkilegur atburður að Fréttablaðið hefur þetta fyrir aðalfyrirsögn á forsíðu. Nei annars, ég er bara að plata. Auðvitað eru þeir bara að vekja athygli á viðtali sem er inni í blaðinu. Gera samt smáfrétt um þennan einskisverða atburð. Það má ekki minnast á ferðamenn núorðið án þess að fá yfir sig helling af kúk og piss bröndurum. Hélt að flestir yxu uppúr þessu. Ber samt vott um mikla fréttaþurrð (gúrku) að nota svona ódýrt trix sem aðalfyrirsögn.
Nú er sumri tekið að halla. Það hefur mér alltaf fundist vera einn aðalboðskapur verslunarmannahelgarinnar. Einu sinni stundaði maður fylleríin ótæpilega um þessa helgi en það er liðin tíð. Ef það vill til að maður smakki vín núorðið þá er það eitthvað bragðbetra en séníverinn og svarti dauðinn sem drukkinn var í gamla daga. Meira matmeira, sagði Jeppi á Fjalli svo eftirminnilega í leikritinu eftir Holberg forðum daga.
Merkilegt (eða ekki) hvað sólin tekur sig alltaf vel út þegar hún stiklar á fjallstoppum Snæfellsnessins áður en hún sest endanlega. Þannig hefur það verið undanfarin kvöld og vonandi verður ekkert lát á því.
Leikmannsþankar um loftslagsmál. Tilfinningar eru svo sannarlega með í umræðum um loftslagsmál ekki síður en um pólitík. Aðallega virðist vera deilt um loftslag og hnatthlýnun í framtíðinni. Annarsvegar eru þeir sem ekki vilja viðurkenna nein sérstök vandræði (sennilega fer þeim þó fækkandi) þó hitinn á jörðinni hækki um nokkrar gráður. Þar sem hann er mestur getur þetta samt verið til vandræða, en flestir held ég að óski sér aukins hita og meiri gróðurs. Mestur styrrinn virðist standa um hvort Grænlandsjökull og ísinn á Suðurheimskautinu hverfi með öllu og valdi mikilli hækkun úthafanna og byggðir með ströndum fram verði við það í mikilli hættu. Einnig má búast við miklum öfgum í veðrinu og óstöðugleika og þannig getur mannkyninu á ýmsan hátt verið hætt. Mengun hverskonar og eitrun eykst einnig stöðugt og er sívaxandi vandamál.
Vissulega eru þeir margir sem virðast halda í alvöru að allt sé á hraðri leið til andskotans ef ekki verður samstundis brugðist við af hörku og mannkynið muni beita sér af alefli í eina átt. Svo hefur aldrei verið (þetta með einu áttina, sko) og mun ekki verða fyrr en í óefni er komið. Mannfjöldi á jörðinni mun aukast hratt og ekki er sjáanlegt að lífskjör batni að neitt verulega í framtíðinni. Alheimsstjórn verður tæpast komið á, en völd alþjóðlegra stofnana er hugsanlegt að aukist.
Vel er hægt að hugsa sér að vandræði vegna veðurs og ýmissa náttúruhamfara aukist talsvert. Þó held ég að ekki sé rétt að gera ráð fyrir miklum hörmungum þess vegna.
Hver er munurinn á stýrikerfi og forriti (appi)? Er hann einhver? Hefur hann hugsanlega einhver áhrif? Er hann (mismunurinn) mismunandi eftir tölvugerðum eða tegundum? Er hægt að leggja spurningar af þessu tagi fyrir Gúgla?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.