2351 - Leitað að gulli við Hveragerði

Þetta með 700 milljónirnar sem eiga að sparast á hverju ári við það að byggja Landsbankahöllina við hliðina á Hörpu gæti átt eftir að koma í hausinn á bankastjóranum sem leyfði sér að halda þessari vitleysu fram. Auðvitað er hægt að reikna hlutina á ýmsa vegu. Jafnvel væri hægt að halda því fram að bankinn hljóti að lækka þjónustugjöld og þessháttar um þessar 700 milljónir. Dálítið er ég samt hræddur um að svo verði ekki.

Í morgun (þriðjudag) setti ég enn eitt gönguferðametið. Nú var ég bara 55:30 mínútur að fara fimm kílómetrana og meðalhraðinn var 11,09. Veit ekki hvar þetta endar.

Þetta er aftur á móti skrifað á fimmtudagsmorgni. Bæði í gærmorgun og núna áðan tókst mér að komast í hús áður en klukkutíminn var liðinn. Í gær fór ég 5 kílómetrana á 57.13 og í morgun á 57:36. Meðalhraðinn í ferðinni var 11,25 og 11,34.

Athyglisverðasta fréttin í Fréttablaðinu í morgun (fimmtudag) fannst mér vera um gull-leit hjá Hveragerði. Man að ég hef komið í Þormóðsdal (sem hingað til hefur verið talinn aðal-gullgrafarastaður landsins) en nú er þeim víst eitthvað að fjölga. Landið norðan og vestan við Hveragerði þekki ég vel frá fornu fari og mér kæmi ekkert á óvart þó gull fyndist þar. Annars voru einhverjir fleiri staðir nefndir í Fréttablaðsfréttinni. Man bara ekki hverjir það voru.

Það gerist blessunarlega fátt þessa dagana. Veðrið er samt ágætt. A.m.k. hér, hvað sem um aðra landshluta má segja. Mér finnst þessi sífelldi barlómur útaf veðrinu heldur leiðinlegur.

Sennilega er ég ágætis einkaþjálfari. A.m.k. fyrir sjálfan mig. Í morgun (föstudag) var tíminn 53:27 og meðalhraðinn 10,44. Hugsa að ég fari að hætta þessu metakjaftæði. Í morgun var samt allt tiltölulega hagstætt. Ekkert sólskin. Engin úrkoma. Logn. Hitastigið u.þ.b. 10 gráður. Fæturnir plöguðu mig ekkert og sviti og mæði var mjög í hófi. Sennilega verður þetta allt saman meira og minna úrelt ef ég dríf mig ekki í að setja þetta upp.

WP 20150711 08 03 26 ProAkraneshöllin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband