2343 - 5 kílómetra hringur fundinn

Nú er mánuður síðan við fluttum á Akranes og mér líkar alltaf jafnvel að vera hér. Skil ekki hvað við sáum við að búa í Kópavoginum. Ekki var það svo gott. Sérstaklega eftir að Gunnar fór. Segi bara svona. Stressið er einhvern veginn miklu minna og á allan hátt þægilegra að vera hér.

Einhver tók uppá því að senda vírus í mínu nafni á fésbókina um daginn. Ekki var það sent frá minni tölvu og ég fékk bréf frá Fésbókarguðunum um að ég ætti að gera þetta og hitt. Þó ég sé ekki mikið fyrir að gera eins og mér er sagt, lét ég það eftir þeim því það var hampaminna en að gera það ekki. Vonandi er ég laus við þennan ófögnuð en guðirnir verða að hafa eitthvað að gera.

Líklega blogga ég miklu minna en áður. Jafnvel konan mín er farin að sakna bloggskrifanna og er þá mikið sagt. Samt á ég erfitt með að gera bloggskrifin áhugaverðari. Rembist samt við það eins og rjúpan við staurinn. (Er rjúpan virkilega að reyna við staurinn?)

Í gær fann ég út 5 kílómetra hring hér á Akranesi og svei mér ef ég fór hann ekki á undir klukkutíma. 5,05 km sagði síma-appið mér að ég hefði farið á einum klukkutíma. Tvímælalaust það skemmtilegasta sem það hefur sagt við mig lengi. Því miður tókst mér ekki eins vel upp í morgun og satt að segja er ég búinn að hálftapa orrustunni við vigtina. Ætla samt ekki alveg að gefast upp. Í gær var ég 105,2 kg en í morgun 105,5 kg, sem er afleitt. Hef alllengi haldið mér undir 105 kílóum og ætlaði mér alltaf (og ætla enn) að kíkja niður fyrir hundrað og halda mér svo á milli 100 og 105.

En hvað um það. Tökum nú upp léttara hjal. Eða a.m.k. ábyrgðarlausara. Held að ESB munu gera næstum hvað sem er til að halda Grikkjum inni. Jafnvel að gefa þeim snuð, sem síðan yrði að gefa fleiri þjóðum sem líkt er ástatt um. Held samt að Íslendingar séu ekkert á leiðinni þangað (í ESB) á næstunni. Gott ef gríska þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki í dag.

Á morgun (mánudag) þarf ég endilega að hafa samband við Agnar fasteignasala og það er nauðsynlegt að fara að ganga endanlega frá þessum málum öllum. Svo þarf ég að fara að undirbúa Ölfusborgardvölina og sennilega endar þetta með því að ég hringi bara í Unni.

WP 20150620 08 48 28 ProSíló.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Væri ekki ráð að fara frekar á NFL. ef aukakíloin eru til staðar ?

 Annars er golf allra kíloabót- en ekki grill :)sealed

Erla Magna Alexandersdóttir, 5.7.2015 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband