2339 - Angela og Páll

Er að hugsa um að blogga smá núna. Það er svo assgoti langt síðan ég gerði það síðast. Ég má eiginlega ekki alveg týna þessu niður. Aðrir hafa sennilega ekkert gaman af því en ég get ekki án þess verið. Tölvan er að vísu svolítið hæg hjá mér, en það er ekkert til vandræða. Mislyndið er verst. Stundum er hún í hrikalegu óstuði og afskaplega hægfara, en þess á milli næstum eðlileg.

Kannski er Angela Merkel einhver merkasti stjórnmálamaður samtímans. Þó er öll persónudýrkun hættuleg. Oft hefur farið illa ef hún hefur orðið of ríkjandi. Nú um stundir er það helst Grikklandsmálið sem veldur mikilli Þórðargleði hjá andstæðingum ESB. Samt er það enginn vafi að hættulegast heimsfriðnum er Ukraínudeilan. Þar er barist og hæglega geta þeir bardagar breiðst út.

Vafasamt er hvort rétt er að kalla yfirgang Rússa þar yfirgang, því eflaust finnst þeim mörgum sem þeir hafi verið niðurlægðir á undanförnum árum. Þjóðernislegur metnaður er allri pólitík líklegri til að valda vandræðum í samskiptum þjóða. Ágreiningur í þeim efnum getur hvenær sem er blossað upp og ef siðir og venjur eru mjög ólíkar má alltaf búast við átökum. Hið góða í manninum hefur samt unnið á síðan seinni hálfleik heimsstyrjaldarinnar á síðustu öld lauk.

Nú er ráðist á Pál greyið Vilhjálmsson fyrir að rökræða orðið „nauðgun“ á blogginu sínu. Eftir blaðagreinum sem ég hef lesið er Páll þessi, auk þess að vera bloggari sem sjálfur Davíð Oddsson vitnar í, kennari í Garðabæ. Á sama hátt og ég studdi Snorra í Betel í máli sínu gegn Akureyrabæ finnst mér að Páll ætti í þessu efni að mega hafa skoðanir sínar í friði. Samt er ég mjög á móti ýmsum pólitískum skoðunum hans og minnir að ég hafi látið það í ljós hér á blogginu mínu.

Persónulegar og pólitískar skoðanir kennara finnst mér alls ekki að eigi að reyna að nota gegn þeim. Páll er það sem ég vil kalla „últra-íhaldsseggur“ en samt finnst mér að hann eigi að njóta málfrelsis. Á sama hátt er ekki annað að sjá á málflutningi Snorra í Betel en að hann trúi eins og nýju neti öllu sem stendur í Biblíuni. Pólitísk rétthugsun á þessu sviði er mjög hættuleg.

WP 20150531 17 25 38 ProGegnum grindverkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband