2338 - Hinar gírugu stéttir

Ég held að talsverð og jafnvel veruleg hætta sé á að verðbólgan fari af stað ef samningar þeir við hrægammana sem boðaðir hafa verið verða ekki alveg sérlega hagstæðir okkur Íslendingum. Auðvitað verður „gírugum verkalýðsstéttum“ kennt um verðbólguna og líklega allt heila havaríið ef ástandið fer úr böndunum og ekki er hægt að útiloka uppþot og óeirðir fari allt á versta veg. Furða er hve rólega fólk tekur því neyðarástandi sem vissulega ríkir hér á Íslandi. Alþingi er að mestu leyti óstarfhæft og stjórnvöld öll trausti rúin. Ekkert bendir til annars en ríkisstjórnin vilji helst stjórna með tilskipunum einum. Að sjálfsögðu yrði þá allt sem ríkisstjórnin leggur til gott og fallegt í sjálfu sér. Líklegt er þó að flest yrði við slíkar aðstæður einkum ætlað til að auka völd hennar (ríkisstjórnarinnar). Svona lít ég bara á málin og get ekkert að því gert.

„Swatting“ er það kallað þegar lögregla og einkum víkingasveitir hverskonar eru plataðar til að fara á einhvern ákveðinn stað. Víða (t.d. í BNA) er þetta mikið vandamál því auðvelt er að leyna símanúmerum þar. Oftast eru það óharðnaðir unglingar sem fyrir þessu standa og hafa litla sem enga hugmynd um hvað þeir eru að gera. Grobba jafnvel af því. Refsingar fyrir brot af þessu tagi fara harðnandi og kostnaður sem af þessu leiðir getur í litlum samfélögum orðið tilfinnanlegur.

Eitthvað hafa myndbirtingar farið í handaskolum hjá mér að undanförnu og er hérmeð beðist velvirðingar á því. Vonandi tekst mér að ráða bót á því nú með sumarkomunni. (Loksins) Vera mín hér Akranesi ætti ekki að hafa nein áhrif á það sem ég skrifa. Fréttir flyt ég engar, en reyni þess í stað á koma með ýmsar fréttaskýringar og vera sem gáfulegastur í tali.

Hef tekið eftir því að lesendum mínum fjölgar verulega ef ég skrifa eitthvað og fækkar jafnvel meira en áður ef ég skrifa ekki neitt. Það finnst mér benda til vaxandi tölvulæsis og að menn séu meira og minna hættir að fara einhvern ákveðinn rúnt á netinu, en bíði frekar eftir því að tilkynningar komi til sín. Kannski er fésbókin hér að koma til hjálpar. Ótrúlega margir virðast líta í þá bók daglega og jafnvel oft á dag. Segja má að fésbókin sé hin nýja Biblía fjöldans.

WP 20150515 18 28 39 ProGámur losaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tilgangur þess að aflétta höftununum núna, einn, tveir og þrír, er auðvitað sá að framkalla gengisfall á krónunni til að taka til baka ávinninginn af kjarasamningunum, ef einhver er.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2015 kl. 22:08

2 identicon

Á meðan krónan er ekki á markaði og genginu er handstýrt úr seðlabanka er lítil hætta á gengisfellingu vilji stjórnvöld ekki gengisfellingu. Gengisfall getur bara orðið með tvennum hætti, stjórnvöld ráða gengi og fella það eða markaður ræður gengi og fellir það.

Kjarasamningarnir skila sér í verðbólgu (þ.e. vörur og þjónusta hækkar í verði þó gengi breytist ekkert) og atvinnuleysi.

Davíð12 8.6.2015 kl. 16:09

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér finnst að stjórnvöld reyni að hafa allt sem flóknast og illskiljanlegast í sambandi við losun haftanna. Slæmt (frá þeirra sjónarmiði) ef margir skilja bullið.

Sumir þora þó ekki annað en þykjast skilja þetta mætavel, en mér finnst þetta óskiljanlegt. Það átti fyrir löngu að vera búið að þessu. Upphaflega var gert ráð fyrir fáeinum mánuðum.

Sæmundur Bjarnason, 9.6.2015 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband