2324 - Ísak Harðarson

Ísak Harðarson er fésbókarvinur minn. Um daginn rakst ég á eftirfarandi einskonar prósaljóð eftir hann á fésbókinni. Er annars ekki allt sem finnst á fésbókinni almenningseign. Það hefur mér skilist:

MINN HEIMUR HRUNDI LÖNGU ÁÐUR
(Tileinkað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Geir Haarde
og þeim öflum sem hafa skapað þau og þau þjóna).

 

Nú finn ég þetta ljóð ekki svo ég get ekki vísað í það. Kannski ætlar höfundurinn að snurfusa það eða eitthvað. En af því ég tók afrit af því get ég birt það hér. Þetta hafði heilmikil áhrif á mig og af því að ég geng semsagt með rithöfundarbakteríu þá varð þetta mér tilefni til eftirfarandi hugleiðinga:

ÉG VEIT EKKI NEITT

Auðvitað má margt um Hrunið segja.

Sumt verður þó aldrei sagt. Sumir þegja sem fastast.

Einhverjir töpuðu aleigunni, aðrir talsverðu.

En ég bjargaðist.

Verðum við smáfuglarnir ekki að hugga okkur við það

Að hamingjan er ekki fólgin í rúmgóðum bílskúrum, sem aldrei kemur bíll inn í og tvöföldum gasgrillum?

Eigum við ekki bara að sætta okkur við að peningalegum verðmætum sé stolið af okkur jafnharðan.

Hvað er það sem aðskilur einskisvert líf og það sem verðmætara er? Eru þeir einskisverðari sem drukkna í Miðjarðarhafinu eða eru nægilega ólíkir okkur til að vera einskisverðir?

Hvað þá með Balkanskagastríðin fyrir skemmstu?

Er allt líf jafnmikils virði? Bæði mannlegt og dýrslegt? Jafnvel kjúklingalegt?

Eða plöntulegt og skordýralegt?

Veit það ekki.

WP 20150412 08 43 48 ProTengivagn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband