26.4.2015 | 08:08
2323 - Vopnuð lögregla
Það neikvæðasta við nútímann er hve margir halda, að aðrir séu eins spilltir og maður sjálfur mundi vera, hefði maður aðstöðu til.
Ókey, þetta átti eiginlega að vera spakmæli, en er það kannski ekki. Bloggið hjá mér er sennilega misheppnuð tilraun til að sýnast merkilegur. Ég er nefnilega alls ekki efni í rithöfund eða skáld, þó ég hafi gengið með þá grillu alllengi. Bloggið hentar mér mjög vel. Stuttar greinar, sem allsekki þurfa að vera í neinu samræmi hver við aðra. Svo sakar ekki að ótrúlega margir lesa þetta bull.
Vopnuð lögregla er það hættulegasta sem til er, punktur. Er valdastéttin virkilega farin að óttast almenning svona mikið? Fyrst verður auðvitað skotið á múslima, vélhjólagengi og annan óþjóðalýð, en er ekki sá almenningur sem krefst nýrrar hugsunar og nýrrar stjórnarskrár sami óþjóðalýðurinn? Sjáið hve illan endi ótti og hræðsla fær. Misskipting auðs í heiminum veldur fátækt, bæði andlegri og líkamlegri. Hve margir hefðu fallið í búsáhaldabyltingunni ef lögreglan hefði verið vopnuð? Bara pæling.
Eftir því sem Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands segir slær Morgunblaðið því upp í stórri fyrirsögn á forsíðu að 18 prósent Íslendinga greiði engan skatt. Auðvitað er þetta tóm vitleysa þó Viðskiptablaðið bergmáli þetta eftir því sem Stefán segir. Sjálfur sé ég aldrei Morgunblaðið nema hundgamalt. Hvað þá Viðskiptablaðið. Kíki þó alloft á mbl.is og treysti fréttum þar og á ruv.is betur en hjá öðrum vefmiðlum. Greinar þykir mér þó betri á Kjarnanum og a.m.k. til skamms tíma einnig á Eyjunni. Uppáhaldsbloggararnir mínir um þessar mundir eru Jónas Kristjánsson og Jens Guð. Upphafssíðan hjá mér er Gúgli sjálfur. Fréttablaðið sé ég nær aldrei. Engin ókeyis blöð rata hingað (og ekki seld blöð heldur) sem betur fer. Nóg er nú samt af þessu bréfarusli í póstinum. Stöku sinnum tek ég samt Bændablaðið í Kosti, en þangað fer ég nær alltaf á fimmtudögum því þá er hægt að fá þar ávexti á hálfvirði.
Dæmigert kjördæmapot átti sér stað bæði þegar Vaðlaheiðargöng og Landeyjahöfn voru ákveðin. Svipað er vissulega að segja um Héðinsfjarðargöng. Þau voru þó þokkalega undirbúin og rökstudd, en ekki rokið í framkvæmdir svotil undirbúningslaust eins og var um hinar tvær framkvæmdirnar. Ekki er þörf á að rifja upp nöfn núna, en auðvitað er rétt að kenna alþingi og ríkisstjórn um þetta alltsaman.
Gnarrinn sjálfur ræddi Guðshugmyndina opinberlega fyrir skemmstu. Sko hann. Þetta þorði hann. Reynslan er samt sú að trúarlegar deilur skila engu. Staðreyndirnar einar skipta máli. Menn líta þær samt misjöfnum augum. Við því er ekkert að gera. Fræðsla er algleymi.
Stutt og dagleg blogg eru á margan hátt það sem blívur. Best að setja þetta bara upp þó stutt sé.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Já, það hafa margir áhyggjur af því hvað stöku einstaklingar sækja það fast að vopnbúa lögregluna.Hætt er við að gripið verði til norsku vopnanna sem sögð eru geymd suður á Miðnesheiði ef svo fer fram sem horfir varðandi vinnudeilurnar hér um þessar mundir.
Hvað þær varðar, þá held ég að populistar úr öllum flokkum hafi nýtt sé langt til of mikið þær skammtímavinsældir, sem þeir hafa fengið með því að "leysa" vinnudeilur með því að hækka sérstaklega laun "þeirra lægst launuðu" og láta svo launahækkanir deyja út upp eftir skalanum. Árangur þeirrar stefnu, að launa fólk ekki í samræmi við menntun er að leiða til þess að þetta fólk, sem við þurfum auðvitað mest á að halda til að starfrækja hér mannsæmandi þjóðfélag, hefur í auknum mæli sótt úr landi þar sem betri kjör bjóðast og stjórnarfar ekki jafn andskoti spillt og stýrt af gróðapungum og glæpahyski og hér er reyndin.
Ellismellur 26.4.2015 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.