22.2.2015 | 08:26
2292 - Stjórnmálaástandið
Nú er að verða greinilegt að það birtir svolítið fyrr en áður. Jafnvel er orðið nokkuð bjart um níuleytið. Náttúran hefur semsagt ekki alveg gleymt okkur þrátt fyrir misheppnaðan náttúrupassa, sem flestir eru búnir að gleyma. Að þurfa að borga fyrir það eitt að horfa á íslenskar náttúruperlur er andstætt eðli okkar. Nær finnst manni vera að skattleggja þá, jafvel ótæpilega, sem undanfarið hafa gert sér íslenska náttúru að féþúfu. Auðvitað hætta þeir þá og þeir sem við taka eru hugsanlega alls ekki jafn sekir, en þeir geta þá reynt að láta túrhestana borga meira. Kannski fælir það þá í burtu, en við því er ekkert að gera. Þeir hætta þessu glápi hvort eð er fyrr eða síðar.
Pólitík. Ríkisstjórnin virðist vera klofin í mörgum afdrifaríkum málum. Kannski endar þetta allt með ósköpum. Ég hef samt trú á því að loðmullan taki völdin, eins og vant er, bæði hér á skerinu og eins hjá ESB. Líklega verður sæst á að fresta málum bæði hér og þar því völdin eru sæt og ekkert kemur í stað þeirra. Það er svolítið bagalegt að ekkert skuli gerast í mikilvægum málum hjá íslensku ríkisstjórninni. Andstæðingar aðildar að ESB eru þó líklega óglaðir, en þeir sem aðildinni eru meðmæltir vita varla hvaðan á þá stendur veðrið. Það hvessir alltaf öðru hvoru, bæði í pólitíkinni og náttúrunni.
Hvers vegna á þjóðarvilji ekki að ráða í kvótamálinu? Einhvers staðar sá ég því haldið fram að þó þjóðaratkvæðagreiðslur sé ágætar til síns brúks þá mætti ekki gera ráð fyrir að sanngjörn niðurstaða fengist í máli þar sem um væri að ræða hagsmuni fremur fárra. Þarna var verið að mæla gegn því að greidd yrðu atkvæði meðal þjóðarinnar um eignarhald og umráðarétt yfir fiskveiðiauðlindinni. Ég tel þetta sjónarmið byggjast á miklum misskilningi. Hugsum okkur að fram kæmi hugmynd um að banna alla skatta. Áreiðanlegt er að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur sköttum á sig. En er víst að slík hugmynd fengi meirhlutafylgi í þjóðaratkvæðagreiðslu? Það álít ég allsekki. Til að slík hugmynd hefði einhverja möguleika á samþykki, yrði að benda á einhverja aðra tekjuöflun fyrir ríkið. Alls ekki er víst að meirihlutafylgi væri fyrir því að leggja ríkið niður.
Ef þingmenn eru almennt svo skyni skroppnir að halda að þeir standi þjóðinni framar í gáfum, þá er þeim fyrst og fremst vorkunn. Vel mætti losa sig við þá alla og enginn sæi eftir þeim og varla að nokkur tæki eftir því. Að vísu er hægt að ímynda sér þá sem einskonar hemil á vonda ríkisstjórn. Það er þá eini tilgangurinn með tilvist þeirra. Lagasetning þeirra er a.m.k. tóm vitleysa. Og að láta þá ráða hvernig landinu er stjórnað er einfaldlega ofbeldi af hæstu gráðu. Ef ekki væri séð fyrir stjórn ríkisins með öðrum hætti, jafnframt því að losa sig við þá, mundi stjórn ríkisins einfaldlega færast til ríkisstjórnarinnar eins og nú er í reynd. Og ekki væri það betra.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Spurningin er hvort og þá hvernig við losnum við pólitíkusa. Ef við erum á annað borð með s.k. fulltrúalýðræði, er líklega örðugt að losna alveg við þá. Hvaða stefnu sem við tökum, þurfum við allavega á nýrri stjórnarskrá að halda, sem er ekki eins miðuð við sjónarmið átjándu og nítjándu aldar og sú, sem nú er í gildi. Sú húsbóndavaldshugsun, sem núgildandi stjórnarskrá er gegnsýrð af, er ekki í samræmi við þá hugsun, menntunarstig og menningu almennt sem gildir í dag.
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sem á m.a. að hafa eftirlit með að sanngirni sé gætt í almennum kosningum á starfssviði stofnunarinnar, hefur gert mjög alvarlegar athugasemdir við kosningakerfi okkar íslendinga. Það má reyndar telja með ólíkindum, að það skuli talið nauðsynlegt í jafn litlu mengi og þessi hópur, sem byggir skerið að hafa kjördæmaskiptingu yfirleitt. Ég nota viljandi orðið "hópur" því það er nánast rökleysa að telja samsafn 320.000 manneskja þjóð. Það þarf því að hafa það sem forgangsatriði við breytingu á stjórnarskránni að annarsvegar hafa landið allt undir í kosningum - það gengur allavega ágætlega þegar við kjósum forseta - nú og svo er stór spurning hvort þörf sé á því að vera með tvö stjórnsýslustig þegar svo er komið.
Það er líka spurning, hvort ekki sé þá betra að kjósa einn mann sem skipaði síðan ríkisstjórn með sér, svipað og gert er í Bandafylkjum Norður - Ameríku, en hlutverk þingsins yrði fyrst og fremst að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Jafnframt yrði fjöldi þingfulltrúa takmarkaður, t.d. mætti hugsa sér að fjöldi þeirra væri miðaður við fjölda fólks á kjörskrá, t.d. einn fyrir hverja 10.000 kjósendur. Þá mætti líka betur koma við beinu persónukjöri, þ.e. hætt yrði við að nota lista, heldur byði fólk sig fram sem einstaklinga og þá næði þau kjöri, sem flest atkvæði fengju. Hver kjósandi yrði að kjósa einhvern lágmarksfjölda frambjóðenda, en þyrfti ekki í sjálfu sér að tilnefna allan fjöldann, t.d. ef þeir yrðu um það bil 25 miðað við ofangreinda hugmynd. Jafnframt yrðu settar reglur um þjóðaratkvæði, sem væru rýmri en þær sem nú gilda, m.a. um hversu margir kjósendur þyrftu að vera á bak við kröfu um slíkt til að skylt yrði að verða við henni.
Hvað sem verður, er núverandi kerfi orðið úrelt og gjörspillt og það þarf að koma því nær lýðræði, sem er alls ekki í gildi hér á landi.
Ellismellur 22.2.2015 kl. 09:37
Sammála þér í næstum öllum atriðum, Ellismellur.
Sæmundur Bjarnason, 22.2.2015 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.