2291 - Al Thani

Hvort er tjáningarfrelsið hér á Íslandi fyrir útvalda eða úlvalda? Prentvillur geta verið skemmtilegar, þó held ég að sá sem hér sló á ritvél eða tölvu hafi meint útvalda en ekki úlvalda. Hverjir hafa mest tjáningarfrelsi hér á landi? Eru það stjórnmálamenn? Kannski kalla þeir það tjáningarfrelsi að bulla eitthvað út í loftið og meina ekkert með því. Eru það kannski blaða og fréttamenn, sem hafa mesta tjáningarfrelsið hér á landi? Þeir þurfa sannarlega á því að halda, því stjórnmálamennirnir vilja ólmir kaupa þá og eiga. Eru það kannski bloggararæflar eins og ég, sem hugsanlega eru svo margir að enginn getur keypt þá alla? En hverjir lesa slíkt tjáningarfrelsi?

Sennilega er kosningabaráttan fyrir næstu forsetakosningar hafin. Eitthvað segir mér að Jón Gnarr ætli í alvöru í forsetaframboð. Grein hans um Guð gæti verið upphafsinnleggið í þá baráttu. Kannski var samlíkingin í lokin á greininni óheppileg. Kannski ekki. Sennilega fer Ólafur Ragnar enn einu sinni í framboð. Þó ekki væri nema til að bjarga okkur frá Gnarristum og öðrum trúleysingjum og islamistum, sem sitja um sálarheill okkar. Að vísu væri sú björgun algjörlega samkvæmt hans eigin skilgreiningu og annarra þjóðrembinga. En hugsanlega er svo komið fyrir ÓRG að hann neyðist til að treysta á hægri öfgahópa því varla á hann afturkvæmt í vinstri herbúðirnar þó hann hafi víða farið og sé í raun upprunninn þar.

Eftir því sem mér telst til þá eru næstu forsetakosningar árið 2016. 2017 verða síðan alþingiskosningar og eflaust verður gaman að sjá hverju Sigmundur Davíð finnur uppá þá. Sveitarstjórnarkosningar voru í fyrra ef ég man rétt. Ekki er órökrétt að menn fari að undirbúa sig fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Ég er meðmæltur því að Jón Gnarr bjóði sig fram og mun eflaust kjósa hann. A.m.k. frekar en Ólaf. Óljóst er þó með öllu hverjir verða í framboði. Kannski er ég að þjófstarta með því að tala um forsetakosningar svona löngu áður en það er aktúelt. 

Eiginlega hef ég engum umtalsverðum árangri náð í megruninni síðan á síðasta ári. Enda er um greinilegt samsæri að ræða. Látum nú vera með jólaveislurnar og Bahama-helgina. Á eftir þeim komu svo áramótaveislurnar og allskyns kárínur, svosem þorrablót og þessháttar og nú skellur á manni bolludagur og sprengikvöld. Gott ef það má bara ekki búast við Páskum og Hvítasunnu á næstunni, fyrir sko utan allar helgarnar og fjölskyldusamkomurnar. Og í sumar get ég alveg eins átt von á grillveislum aðra hvora helgi eða svo. Ég bara skil þetta ekki....

Eva Joly klappaði á bakið á sérstökum og hrósaði honum óspart. Sennilega hefur orðspor hans lagast töluvert við dóm hæstaréttar í Al Thani-málinu. Kannski fær hann að halda áfram í stað þess að vera skorinn niður við trog. Ekki er ég neitt undrandi yfir því þó sakborningarnir séu ósáttir við dóminn. Það eiga þeir einmitt að vera.  

WP 20150126 11 18 24 ProPollur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband