17.2.2015 | 22:35
2291 - Al Thani
Hvort er tjáningarfrelsið hér á Íslandi fyrir útvalda eða úlvalda? Prentvillur geta verið skemmtilegar, þó held ég að sá sem hér sló á ritvél eða tölvu hafi meint útvalda en ekki úlvalda. Hverjir hafa mest tjáningarfrelsi hér á landi? Eru það stjórnmálamenn? Kannski kalla þeir það tjáningarfrelsi að bulla eitthvað út í loftið og meina ekkert með því. Eru það kannski blaða og fréttamenn, sem hafa mesta tjáningarfrelsið hér á landi? Þeir þurfa sannarlega á því að halda, því stjórnmálamennirnir vilja ólmir kaupa þá og eiga. Eru það kannski bloggararæflar eins og ég, sem hugsanlega eru svo margir að enginn getur keypt þá alla? En hverjir lesa slíkt tjáningarfrelsi?
Sennilega er kosningabaráttan fyrir næstu forsetakosningar hafin. Eitthvað segir mér að Jón Gnarr ætli í alvöru í forsetaframboð. Grein hans um Guð gæti verið upphafsinnleggið í þá baráttu. Kannski var samlíkingin í lokin á greininni óheppileg. Kannski ekki. Sennilega fer Ólafur Ragnar enn einu sinni í framboð. Þó ekki væri nema til að bjarga okkur frá Gnarristum og öðrum trúleysingjum og islamistum, sem sitja um sálarheill okkar. Að vísu væri sú björgun algjörlega samkvæmt hans eigin skilgreiningu og annarra þjóðrembinga. En hugsanlega er svo komið fyrir ÓRG að hann neyðist til að treysta á hægri öfgahópa því varla á hann afturkvæmt í vinstri herbúðirnar þó hann hafi víða farið og sé í raun upprunninn þar.
Eftir því sem mér telst til þá eru næstu forsetakosningar árið 2016. 2017 verða síðan alþingiskosningar og eflaust verður gaman að sjá hverju Sigmundur Davíð finnur uppá þá. Sveitarstjórnarkosningar voru í fyrra ef ég man rétt. Ekki er órökrétt að menn fari að undirbúa sig fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Ég er meðmæltur því að Jón Gnarr bjóði sig fram og mun eflaust kjósa hann. A.m.k. frekar en Ólaf. Óljóst er þó með öllu hverjir verða í framboði. Kannski er ég að þjófstarta með því að tala um forsetakosningar svona löngu áður en það er aktúelt.
Eiginlega hef ég engum umtalsverðum árangri náð í megruninni síðan á síðasta ári. Enda er um greinilegt samsæri að ræða. Látum nú vera með jólaveislurnar og Bahama-helgina. Á eftir þeim komu svo áramótaveislurnar og allskyns kárínur, svosem þorrablót og þessháttar og nú skellur á manni bolludagur og sprengikvöld. Gott ef það má bara ekki búast við Páskum og Hvítasunnu á næstunni, fyrir sko utan allar helgarnar og fjölskyldusamkomurnar. Og í sumar get ég alveg eins átt von á grillveislum aðra hvora helgi eða svo. Ég bara skil þetta ekki....
Eva Joly klappaði á bakið á sérstökum og hrósaði honum óspart. Sennilega hefur orðspor hans lagast töluvert við dóm hæstaréttar í Al Thani-málinu. Kannski fær hann að halda áfram í stað þess að vera skorinn niður við trog. Ekki er ég neitt undrandi yfir því þó sakborningarnir séu ósáttir við dóminn. Það eiga þeir einmitt að vera.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.