2288 - "Svokallað" viðtal

Viðtalið „svokallaða“ við Sigurð Einarsson er mikið á milli tannanna á fólki og er það engin furða. Vissulega er hægt að kalla það mistök að hleypa þessu í loftið, en fréttastofan gerði þó það besta úr þessu sem hægt var. Gagnrýni og meðvirkni getur átt rétt á sér, en svo var ekki í þessu tilviki. Samúð á engan rétt á sér hvað þetta snertir. Jafnvel ekki með ættingjum og öðrum sem hugsanlega eru alls ekki sekir um neitt.

Álít að Bogi hafi gert rétt. Sigurður átti sjálfur að skilja að hann var í engu standi til að veita viðtal. Veit að drukknir menn eru sjaldan færir um að meta ástand sitt sjálfir, en aðrir gátu hæglega tekið af honum símann.

Er ég orðinn ofurbloggari? Þá er einu takmarki lífs míns náð. A.m.k. er blogg-talan há. Kannski þarf ég svolítið fleiri lesendur til að geta talist extra-súper-ofur-eitthvað en þeir koma kannski með kalda vatninu. Man að þegar Bjössi fæddist þá vildi ég ekki viðurkenna fyrir lækninum að það hefði verið vatnslaust.

„Fyrir þúsund árum ákvað lögbókin Grágás, að samfélagið bæri ábyrgð á vesalingum, svo sem öryrkjum, gamalmennum, sjúkum og atvinnulausum.“ 

Þetta skrifaði Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri DV. Með leyfi að segja þá er þetta andskotans bull. Ég þarf ekkert að rökstyðja það, því þetta er hverjum manni augljóst. Grágás ákvað hvorki eitt né annað og auk þess eiga atvinnulausir ekkert heima þarna. Orðhákur eins og Jónas ætti að gæta sín betur að skrifa ekki svona vitleysu. Hann skrifar bara fréttatengt blogg og er greinilega vel að sér um margt, en alltof orðljótur og fljótfær til þess að hægt sé að taka mark á honum.

Á sínum tíma var ruslahreinsunin í Hveragerði svolítið fornaldarleg. Tunnunum var snyrtilega raðað á vörubílspall og mannskapurinn alltof mikill við það. Svo kom Bjarni í Kaupfélaginu og bauð í verkið. Græddi sennilega vel á því vegna þess að vinnubrögðin voru betri. Man að ég hjálpaði honum stundum við þetta og þá var sko hlaupið. Nenni ekki að lýsa nákvæmlega hvernig staðið var að því, en man samt vel eftir þessu.

WP 20150120 13 17 25 ProTré.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siggi var fullur eftirsjár

Sigurður Helgi Magnússon 13.2.2015 kl. 08:46

2 identicon

Sko, eins og ég veit að þú þekkir betur en ég, þá er Bogi í þessu tilviki fréttaþulur og ekki við myndstjórn eða útsendingarstjórn. Þegar viðtalið hófst, heyrði hann greinilega ekki í Sigurði fyrir sjálfum sér og Sigurður gerði sér ekki grein fyrir tímamismuninum, sem fylgir svona millilandasamtölum. Svo heyrir Bogi smám saman hvernig statusinn er og slítur samtalinu. Mér finnst því ekki rétt að áfellast Boga, sem er ekta fagmaður, heldur virða það að hann slítur samtalinu að eigin frumkvæði, ekki útsendingarstjórnar, sem virðist hafa verið með einhverja Þórðargleði í málinu. Það þjónaði engum tilgangi að láta karlinn skandaliesera úr því sem komið var. Hann, sem aðrir sakborningar, voru búnir að fá allan þann tíma sem þeir þurftu til að skýra sína afstöðu. Dómur er fallinn og nú er hlutverk fréttamiðla og annarra, sem vit hafa á, að skýra hann og þýðingu hans fyrir almenningi þegar fólk er búið að lesa hann og skilja. Sakborningar þurfa ekki frekar að tjá sig en orðið er.

Ellismellur 13.2.2015 kl. 09:23

3 identicon

Ef við trúum nú fjórmenningunum og göngum út frá að þetta sé ekki brot á lögunum um markaðsmisnotkun.

Hefur þá einhver hugarflug til að koma með dæmi um hvernig hægt væri að brjóta gegn þeim lögum?

Grímur 13.2.2015 kl. 17:06

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sigurður. Ég held að hann hafi bara verið fullur á gamls mátann.

Sæmundur Bjarnason, 13.2.2015 kl. 17:14

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ellismellur, alveg sammála þér.

Sæmundur Bjarnason, 13.2.2015 kl. 17:15

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þekki ekki lögin, en treysti hæstarétti.

Sæmundur Bjarnason, 13.2.2015 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband