2278 - Löngu skeiðarnar

Allegorían um löngu skeiðarnar, sem Caritas samtökin birta sem teiknimynd t.d. hér https://www.youtube.com/watch?v=qhU5JEd-XRo  er svosem ágæt og sýnir vel að auðsöfnun er í rauninni einskisverð. Mun betra er að reyna að láta gott af sér leiða. En er ekki hugsanlegt að pólitískir andstæðingar hugsi einmitt á svipaðan hátt? Það finnst mér. Stjórnmálin láta fólk oft hugsa of mikið um eigin hag og gleyma því að samstaðan er alltaf best. Að spila í rétta liðinu, stjórnmálalega séð, er aðalmarkmið alltof margra. T.d. virðast sjálfstæðismenn álíta umhverfissinna hættulega og vice versa.

Svo ég haldi mig við pólitíkina þá virðist mér sem framsóknarmenn viti þessa stundina  ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga. Þann vinstri eða þann hægri. Þeir reyna sjálfsagt að ráða bót á því fyrir næstu kosningar.

Þó svo virðist sem allar helstu stofnanir ríkisins, aðrar en innanríkisráðuneytið sjálft, hafi staðið sig sæmilega í svokölluðu lekamáli en ekki er hægt að treysta því að svo verði alltaf. Lærdómur sá sem einkum verður dreginn af þessu máli er sá að stjórnmálaflokkar munu reyna að verja sitt fólk fram í rauðan dauðann. Alþingi sem stofnun og sérstaklega stjórnmálaflokkarnir flækjast að mestu leyti fyrir framförum. Flokkspólitík hverskonar hlýtur að líða stórkostlega fyrir þetta, og er það maklegt. Verðmæti DV fer hugsanlega vaxandi.

Kannski tekur Víglundar-málið við af lekamálinu, en erfitt er að líta öðruvísi á það mál en sem pólitískt upphlaup. Tímasetningin er a.m.k. vafasöm. Steingrímur Jóhann er samt enginn engill og vel er hugsanlegt að allegórían um löngu skeiðarnar eigi við hann.

Hef tekið eftir því að margt í sambandi við hina svokölluðu „zombie-trú“ sem Bandaríkjamenn eru helteknir af, á sér samsvörun í hinni gömlu íslensku draugatrú. Nútímalegt með afbrigðum þykir flest sem amerískt er, einkum hátíðisdagar. Veit ekki nema „zombie-trúin“ sé að ná einhverri fótfestu hér á landi. Íslenskan og allt sem íslenskt er, er greinilega á undanhaldi. Flest amerískt og einkum bandarískt er í miklum uppgangi.

Einu sinni þegar ég var unglingur í Hveragerði fór ég ásamt einhverjum fleiri strákum í reiðhjólaferð og henni lauk ekki fyrr en við Skíðaskálann. Á bakaleiðinni niður Kamba slitnaði keðjan á hjólinu mínu reyndar, en það er önnur saga. Á þessum tíma voru tómar gosflöskur úr gleri þónokkuð mikils virði og lágu með vissu millibili við vegarkantinn. Við vorum alltaf dregnir lengra og lengra af flöskuófétunum. Viðkvæðið var: „Hjólum útað næstu flösku og svo ekki lengra.“ Því datt mér þetta í hug að um daginn þegar ég var á venjubundinni morgungöngu minni í Fossvogsdalnum og þá voru gulu blettirnir í snjónum, eftir hundana, með vissu millbili við gangstíginn.

WP 20150102 11 40 16 ProLandspítali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

<img src="http://www.cutandjacked.com/sites/default/files/|a href="http://adf.ly/IugqI"><img src="http://www.cutandjacked.com/sites/default/files/images/interviews_women/Margret_Gnarr/scr1_Margret_Gnarr%20.jpg"></a>

maria 25.1.2015 kl. 20:16

2 identicon

maria 25.1.2015 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband