2.1.2015 | 10:51
2269 - Hvergerðingar
Pólitískt séð finnst mér einna athyglisverðast á árinu, að ríkisstjórnin skuli hafa heykst á því að afturkalla ESB umsóknina. Auðvitað er líka athyglisvert að flestar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar og meirihlutans á alþingi skuli hafa verið svo hægri sinnaðar sem raun ber vitni, en vitanlega var við því að búast. Oft hefur það verið svo að hægri sinnaðar ríkisstjórnir hafa átt í góðu sambandi við aðila vinnumarkaðarins (ofnotaður orðhengill) en því virðist ekki vera að heilsa núna. Annað sem er athyglisvert er harkan í verkfallsaðgerðum lækna. Þeir eru alls ekki vinstri sinnaðir yfirleitt, hefur mér fundist.
Man mjög vel eftir t.d. Lilla (eða Ingvari) Christiansen, Jóni bensín, Mára Mikk og Kalla Jóhanns þó þeir hafi ekki verið í bekk með mér. Mest var ég auðvitað með þeim Atla Stefáns, Lalla Kristjáns, Jóa á Grund og strákunum hans Skafta ásamt Sigga í Fagrahvammi og Þórhalli Hróðmars. Stundum líka Mumma Bjarna Tomm, Magga Kalla Magg og Kidda Antons. Að sumu leyti fannst mér samt að ég væri nær pöplinum en þeir. Við þorpararnir (sem áttum heima í Hveragerði) sameinuðumst svo í því að líta niður á sveitavarginn þ.e.a.s krakkana úr Ölfusinu sem keyrðir voru í skólann á hverjum degi.
Vitanlega var þetta með pöpulinn þó ég hugsaði alls ekki þannig þá, að einhverju leyti til komið af því að mér fannst að ósekju vera litið að sumu leyti niður á mig vegna atvinnu pabba míns. Hann var bara réttur og sléttur verkamaður en flestir hinna voru synir manna sem voru eitthvað sérstakt. Að sjálfsögðu ætti ég ekki að vera að nefna nöfn á þennan hátt, en ég er bara svona og kannski verður bloggið vinsælla með því. Auðvitað varð ég hissa í gær á því að lesendur (eða heimsækjendur skv. Moggabloggstalningu) væru orðnir nokkuð á annað hundrað á u.þ. b. tveimur tímum, en ég ætti ekki að vera að miklast af því. Kannski stafar það bara af því að fáir blogga á Nýársdag.
Almennur lokunartími verslana er sjálfsagt mörgum ofarlega í huga einmitt núna. Man vel eftir að sá tími var þannig í gamla daga að opið var til 10 alla laugardaga í desember (eða tvo eða þrjá síðustu þeirra fyrir jól man ekki hvort) og til 12 á Þorláksmessu og hádegis á aðfangadag. Að öðru leyti minnir mig að opnunartími hafi verið samkvæmt venju. Hún var sú að verslanir voru yfirleitt opnar frá 9 til 6 alla virka daga og 9 til 12 á laugardögum. Lokað á sunnudögum. Ekki held ég að þetta sé þannig núna. Lokað var næstum allsstaðar 2. janúar vegna vörutalningar. Kannski er svo ennþá. Best að spyrja Gúgla samt.
Skrifa yfirleitt aldrei í athugasemdadálka dagblaðanna og kann ekki að twitta (eða tísta eins á víst að segja á því ástkæra og ylhýra). Bloggið og fésbókin nægja mér alveg. Eða hafa a.m.k. gert það hingað til og ég á ekki von á öðru en svo verði líka á þessu nýbyrjaða ári. Já, vel á minnst. Gleðilegt ár!!. Var ég annars búinn að óska lesendum mínum gleðilegs árs. Man það ekki og nenni ekki að gá að því.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Heill og sæll Sæmundur. Alltaf finnst mér skemmtilegt að sjá upprifjanir á okkar góðu gömlu dögum í Hveragerði. En þó brestur mig minni þegar þú nefnir Jón bensín. Eini Jón sem ég man eftir á okkar aldri var Nonni Leós sem var reyndar mjög stutt meðal okkar þar til hann flutti á Selfoss að mig minnir.
Jóhannes F Skaftason 3.1.2015 kl. 10:27
Já, þetta með Jón bensín. Kannski var hann bara kallaður það í vissum kreðsum. Jón ljósmóðir minnir mig að hann hafi líka verið kallaður. Það var ekki um neinn annan Jón að ræða sem hætta var á að hann ruglaðist saman við, svo engin þörf held ég að hafi verið á þessu viðurnefni. Hef heldur enga hugmynd um hvernig það er tilkomið. Staðreynd var það engu að síður. Kannski var það einhver hluti af einelti. Er bara að spekúlera núna. Held að hann hafi verið (og sé) sonur Herdísar ljósmóður sem átti heima vesturfrá eins og við kölluðum. Hann var talsvert yngri en við held ég.Það eru fleiri en þú sem þekkja ekki þetta viðurnefni. Þessvegna spekúlasjónirnar hjá mér.
Sæmundur Bjarnason, 3.1.2015 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.