1.1.2015 | 13:25
2268 - Eygló, Sigrún og Vigdís
Gleðileg nýár kæru lesendur og þökk fyrir það gamla. Sumt af því sem hér er skrifað var ég búinn að setja á blað fyrir nokkrum dögum en fannst ekki eiga mikið erindi í áramótapottinn. Nú er ég kominn í stuð, enda komið nýtt ár og allir mínir lesendur enn við góða heilsu og hugsanlega í stuði líka.
Ég er sammála því að Eygló Harðardóttir hafi breyst. Áður fyrr hafði maður einna mesta trú á henni af þingmönnum framsóknar. Eftir að hún varð ráðherra finnst mér henni hafa farið mikið aftur. Um Sigrúnu veit ég ekkert, finnst aldurinn ekki skipta neinu máli. Vonum bara að hún reynist vel sem ráðherra. Vigdís Hauksdóttir hefði eiginlega átt að verða ráðherra og ég veit ekki hvers vegna hún varð það ekki. Sumt af þeirri gagnrýni sem hún hefur orðið fyrir er alls ekki sett fram af sanngirni, en hún er bæði óheppin og einlæg í því sem hún gerir. Flokkshollustan er henni líklega fjötur um fót. En kannski er hún bara svona hægrisinnuð. Framsóknarflokkurinn var það ekki og ef hann á að ná aftur fyrri stærð dugir ekki að leggja á sama hátt lag sitt við þjóðrembu og einangrunarstefu og gert hefur verið. Typpilsinna hefur hann samt alltaf verið og tækifærissinnaður.
Að Eygló Harðar skuli núna treysta sér til að verja ákvörðun Sigmundar Davíðs um að stytta tímabil atvinnuleysisbóta er sennilega það lægsta sem hún hefur komist. Ef hún er spurð útí þetta talar hún bara um eitthvað óviðkomandi málinu, eins og t.d. það að atvinnuleysi sé nú minna en áður. Það kemur málinu bara ekki nokkurn skapaðan hlut við. Fréttamenn láta samt gjarnan sem svo sé því þeir eru hræddir um að hún fari í fýlu annars.
Líklega er ég eini maðurinn sem hef engar sérstakar skoðanir á áramótaskaupi sjónvarpsins enda horfði ég ekki á það nærri allt. Hafði einfaldlega öðru að sinna. Sumt sá ég þó og fannst það hvorki gott né vont. Er jafnhissa á viðbrögðum fólks við því eins og því að fjöldi fólks skuli tilbúinn til að henda stórfé í tilgangslausar og í raun hættulegar sprengingar.
Þó ég hafi étið eins og svín núna um hátíðarnar, þá hef ég ekki bætt neinu verulegu á mig og er fremur ánægður með það. Núna hefst fljótlega aftur íhalds- og aðhaldstímabil og þó snjór sé þá verður haldið áfram gönguferðum og þessháttar von bráðar. Sú er a.m.k. ætlun mín og vonandi gengur hún eftir.
Eftir að vinnan fór er bloggið mín helsta þerapía. Það held ég a.m.k. Tölvan er líka mjög mikilvæg og skákin sömuleiðis. Útiveran er mín helsta hollusta og lengi vel hélt ég að með vinnuleysinu mundi ég fara að sinna félagsmálum meira, en sú hefur ekki orðið raunin. Sjónvarpið og aðra fjölmiðla en netið hef ég að mestu afskrifað og sé ekkert eftir því. Já, það er fremur erfitt að verða gamall og óþarfur. Líkamlegu hrönunina er líka erfitt að sætta sig við. Verst af öllu er að hugsa of mikið um það alltsaman. Að flestu leyti er lífið samt fremur gott við mig og ég hef eiginlega ekki undan neinu að kvarta. Stjórnarfarið snertir mig lítið og ég leiði það að mestu hjá mér.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár, skólabróðir.
Er sammála félagsfræðilegum pælingum þínum varðandi framsóknarflokkinn. Úti um landið eru fjöldi fólks, félagslega sinnaðs, sem kjósa flokkinn, no matter what. En þetta fólk á fátt sameiginlegt með forystu flokksins, allra síst þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Ég fylgdist dálítið með því í gegn um einn skólabróður okkar, sem á sínum tíma fylgdi framsókn að málum en hætti því síðar, þegar ákveðinn hópur fólks nánast yfirtók flokkinn. Eftir það hefur hann ekki borið sitt barr, þessi flokkur, sem Eysteinn Jónsson og Ólafur Jóhannesson mótuðu sem vinstri sinnaðan félagshyggjuflokk. Stöðugt færist hann í öfgaátt og tók þó fyrst steininn úr í borgarstjórnarkosningunum síðustu.
Ellismellur 1.1.2015 kl. 13:34
Gleðilegt nýjár Sæmundur og takk fyrir pistlana 365 á síðasta ári. Það verður fróðlegt að fylgjast með sveitakonunni, Sigrúnu Magnúsdóttur í stóli umhverfisráðherra. En kannski er hún búin að vera of lengi á mölinni. Hún hefur alla vega alla burði til að láta til sín taka. Fyrirrennarar hennar úr Framsóknarflokknum gerðu það ekki og ekki heldur Þórunn Sveinbjarnardóttir. Helzt að Svandís hafi sett mark sitt á embættið en þó með öfugum formerkjum finnst mér.
Varðandi gagnrýni á Eygló, þá hefur starfið kennt henni að það er auðveldara að gagnrýna en breyta. Hún hefur sennilega rekist á sama vegg og Vigdís. Öðruvísi er ekki hægt að skilja verkelysið í því ráðuneyti.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.1.2015 kl. 13:55
Gleðilegt ár Sæmundur minn. Það mættu margir taka þig sér til fyrirmyndar í skrifum, sem eru málefnaleg og með virðingu fyrir því fólki sem þú skrifar um. Við komumst víst aldrei undan Elli kerlingu, hún malar sinn veg hægt og bítandi og sleppir ekki takinu, þó það taki hana mismunandi langan tíma að vinna sitt verk.
En með því að vera bjartsýnn og glaður og sinna sínu gamla musteri hægir þó verulega á eyðileggingu hennar. Eigum enn eitt gott árið í vændum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2015 kl. 16:07
Já, Ellismellur framsókanarflokkurinn var ekki svona í gamla daga eins og hann er orðinn. Hvort kúrsinn verður leiðréttur veit ég ekki.
Takk og gleðilegt ár.
Sæmundur Bjarnason, 1.1.2015 kl. 22:09
Jóhannes það er ekki alveg rétt hjá þér að ég bloggi á hverjum degi. Einu sinni var ég reyndar að rembast við það en er hættur því.
Takk og gleðilegt ár.
Sæmundur Bjarnason, 1.1.2015 kl. 22:10
já, Ásthildur mér finnst sumir ansi stórorðir og óþarflega svo a.m.k. stundum.
Takk og gleðilegt ár.
Sæmundur Bjarnason, 1.1.2015 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.