2239 - Betel

Akureyrarbær stefnir Snorra í Betel. Hætt er við að þessi frétt týnist í öllum hamagangnum í kringum byssur og þessháttar. Mér finnst þetta samt skipta verulegu máli. Þarna er tekist á um grundvallarmannréttindi. Það er langt frá því að ég aðhyllist biblíulegar skoðanir Snorra. Mér finnst samt að hann eigi að hafa málfrelsi (bloggfrelsi hygg ég að það hafi verið í þessu tilfelli.) Uppalendur barnanna í skólanum eiga auðvitað líka sinn rétt. Hvor rétturinn á að upphefja hinn? Mér finnst að réttur Snorra eigi að vega þyngra í þessu tilfelli og skólastjórinn, Akureyrarbær og uppalendur barnanna eigi að finna aðra leið í þessu máli en að reka Snorra.

Verðbólga er lítil um þessar mundir og flestir hlutir í efnahagsmálum þjóðarinnar jákvæðir mjög. Þessvegna er verkleysi ríkisstjórnarinnar illskiljanlegt. Eðlilegt er að forsvarsmenn stjórnarinnar rífist um hvernig Hrunið skuli gert upp. En það dugar ekki að láta húsið brenna á meðan. Læknar og margar aðrar stéttir tóku fúslega á sig auknar byrðar fyrst eftir Hrun. Nú er ekki hægt að skáka í því skjólinu lengur. Ríkisstjórnin kemst ekki upp með það endalaust að gera ekki neitt.

Tvenn verðlaun unnust á nýafstöðnu Norðurlandaþingi. Tvímælalaust er hægt að segja að bæði hafi unnist þrátt fyrir ríkisstjórnina fremur en vegna hennar. Svitaperlurnar á efri vör Illuga sýndu vel andstöðu núverandi stjórnar við kvikmyndir og sem betur fer stjórna Sjálfstæðismenn ekki lengur Reykjavík.

Pólitíska þrefið um þessar mundir snýst samt aðallega um byssur. Mér finnst lögfræðingurinn Gísli Tryggvason, þrátt fyrir alla sína speki, seilast um hurð til lokunnar í sambandi við þetta mál. Hann gefur sér að margar fullyrðingar sem fallið hafa í þessu máli hljóti að vera réttar. Lögreglan nýtur stuðnings almennings, ég bakka ekkert með það. Samt sem áður þarf að gjalda verulegan varhug við því að hún gerist ekki of umsvifamikil og auðvitað hefur hún ekki nærri alltaf rétt fyrir sér.

IMG 1832Brú yfir Varmá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband