2231 - Netið og peningar

Nei, nei. Ég er ekkert hættur að blogga. Mér dettur bara ekkert í hug sem er þess virði að blogga um. Fer í svona klukkutíma morgun-kraftgöngu flesta morgna og er talsvert að léttast og mun fríkskari en ég var. Léttingin stafar auðvitað ekki bara af göngunni heldur hef ég á margan hátt annan breytt um lífsstíl. Borða t.d. alls ekki eða mjög sjaldan brauð og kökur. (bara hrökkbrauð.) Drekk allskyns heilsusafa sem eiginkonan býður mér uppá og borða næstum ekkert annað en grannmeti og átvexti milli mála. Hættur með öllu að nota sykur í kaffið o.s.frv.

Ég er ekkert snokinn fyrir því að lofa að borga peninga til hægri og vinstri. Karolina Fund er ein aðferðin . Áskrift að vefritum er önnur. Hvorug hugnast  mér. Ekki dettur mér í hug að ætlast til þess að fá eina einustu krónu fyrir þessi bloggskrif mín. Hvorki frá lesendum eða öðrum. Mér finnst bara útaf gömlum vana að allt eigi að vera ákeypis á netinu. Svo er þó ekki. Verslun öll mun á komandi árum að mestu leyti færast yfir á internetið. Auðvitað veit ég líka að þeir sem hafa frá einhverju merkilegu að segja vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. En ég er nú bara skítblankur ellilífeyrisþegi og vil ráða því sjálfur í hvað ég eyði peningunum.

Vissulega vildi ég gjarnan lesa það sem t.d. Margrét Tryggvadóttir, Stefán Jón Hafstein og jafnvel Jón Steinar Gunnlausson hafa að segja í bókum sínum. Líka vildi ég gjarnan gerast áskrifandi að Herðbreiðarskrifum einhverjum sem sífellt er verið að bjóða mér. Ég bara tími því ekki. Vil ráða því sjálfur í hvað ég eyði þessum fáu krónum sem ég hef til ráðstöfunar í hverjum mánuði. DV reynir líka af öllum mætti að fjölga áskrifendum sínum, en ég stend á móti því eins og ég get. Fólkið sem þar vinnur og kastljósfólkið er samt alls góðs maklegt, en mistækt er það mjög.

Svo hata ég líka sjálfstæðisflokkinn, fésbókina, Davíð Oddsson, Morgunblaðið, framsóknarflokkinn, Sigmund Davíð og aðra ráðherra eins og öllum ber víst að gera.

IMG 1715Þar sem vegurinn endar.

IMG 1719Fuglahús og annað hús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband