2224 - Skotland er boðið velkomið í hópinn

Stundum þegar viðtalshöfundar vilja vera extra frumlegir birta þeir bæði spurningarnar og svörin í viðtalinu. Venjulega er þetta samansafn af afskaplega ógáfulegum spurningum og oft eru svörin lítið skárri. Já, ég veit að mér er verulega uppsigað við blaðamenn og það er vegna þess að ég þykist betri en margir þeirra. Samt er það svo að þeim er yfrleitt talsverð vorkunn. Oftast er farið fram á ómanneskjuleg afköst í þeirri vinnu sem þeir fást við og kannski hafa þeir í rauninni ekki sóst eftir þeirri vinnu. Hún  bara virtist svo auðveld og þessháttar. Það er einum of ódýrt að segja bara að þeir ættu að fá sér aðra vinnu. Mikið óska ég þess samt oft að fréttir væru svolítið betur skrifaðar.

Ekki er útséð með hvernig Bárðarbunguævintýrið endar. Líklegast er þó að það sem þar er að gerast fjari bara smám saman út. Mér hefur alla tíð fundist sem blaða- og fréttamenn geri fullmikið úr þeir hlutum sem þar eru að eiga sér stað. T.d. er 25 metra sig ekki sérlega mikið þegar sagt er að „ísinn“ ofan á fjallinu sé a.m.k. 800 metra þykkur. Jæja, sleppum því. Enginn hefur enn týnt lífi í þessum „hamförum“ og vonum bara að svo verði áfram.

Einn merkasti stjórnmálaatburður aldarinnar á sér einmitt stað í dag. Þar á ég við þjóðaratkvæðagreiðsluna í Skotlandi. Enn er ég þeirrar skoðunar að Já-sinnar sigri eftirminnilega í þessari orrustu. Held einmitt að fleiri og fleiri sjái að það er ómögulegt að standa gegn þeirri bylgju sem þar er svo sannarlega farin af stað. Það er ekki víst að þetta tækufæri komi nærri strax aftur.

Þetta þýðir að nú verð ég að drífa mig í að koma þessu á Moggabloggið. Þessi spádómur (svo vitlaus sem hann eflaust er) verður algerlega ónýtur ef ég flýti mér ekki að losna við hann. Tjallaskammirnar gætu verð ógeðslega árisular  ef ég dreg það. Verst er hve margir búast við því og flestir fréttamenn trúa því að fréttirnar komi af fésbókinni. Þaðan komi fréttirnar og vaka þessvegna yfir þeim eins og grimmar grenlægur að missa ekki af neinu markverðu.

IMG 1619Vatnsslagur.

IMG 1624Vörðubrot.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Frjálst Skotland!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.9.2014 kl. 05:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sæmundur ég deili þeirri ósk með þér að Skotar velji að vera sjálfstæð þjóð. Og ég þekki nokkuð til þeirra þar sem ég bjó í Glasgow í tvö ár.

En veistu að ég hef þann grun að það eigi eftir að vera óskaplegar hamfarir þarna í Bárðarbungu. Hér á Ísafirði af öllum stöðum hefur nú verið mengun í tvo daga, með sárindum í hálsi, sviða í augum fyrir utan sjónmengun af þessu gráa andstyggilega í fjallasýn. Þetta verðu eitthvað óskaplegt, segi og skrifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2014 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband