2221 - DV og Bárðarbunga. (Eru allir búnir að gleyma Hönnu Birnu?)

Mér finnst netið vera orðið svo illvígt, að ég þori varla að blogga. Einhver sem ekki kann að meta það sem ég skrifa og er hugsanlega á móti því, gæti lesið þetta og ákveðið að gera mér einhvern óskunda, jafnvel senda mér toxoplasma eða ebólu í pósti. Nei, í alvöru talað menn eru ótrúlega uppátektarsamir. Öruggast er að skrifa ekkert um pólitík og alls ekki heimspólitík. Langbest náttúrlega að skrifa ekki neitt og helst að segja ekkert heldur.

Ég á samt dálítið bágt með að fara eftir þessu. Er orðinn svo vanur að blogga fjandann ráðalausan að ég get eiginlega ekki hætt. Eldgosið fyrir norðan Vatnajökul fer ekki einu sinni eftir því sem mér finnst. Minnir að ég hafi verið búinn að spá því að lítið sem ekkert yrði úr því. Alveg er það ótrúlegt hvað menn geta rifist mikið útaf DV. Auðvitað eru þeir sem verða fyrir barðinu á því á móti blaðinu. Skárra væri það nú. Auk þess vandar það sig ekki nærri alltaf nægilega mikið. Hugsanlega má kenna ritstjóranum um sumt af því. Blaðamennirnir eru nánast stikkfrí, sýnist mér. Ég fer samt ekki ofan af því að blað af þessu tagi er nauðsynlegt. Viðskiptalífið hefur nánast kverkatak á þjóðlífinu öllu. Ég man vel eftir því að á hrunskeiðinu fór hrollur um mig í hvert sinn sem Björgúlfur eða aðrir úlfar auglýstu styrki til menningar og íþróttamálefna.

Það var í maí árið 1997 sem Garry Kasparov tapaði fyrir IBM-tölvunni djúpbláu í skákeinvígi. Síðan hafa skákmenn verið svolítið með böggum hildar, þó þeir hafi náttúrulega ekki hætt að tefla. Þeir hugga sig við það að bílar fari hraðar en bestu hlauparar. Það er þó ekki fyllilega sambærilegt því skákin átti að vera sú íþrótt (eða listgrein) sem tölvurnar eða önnur ólífræn efni tækju síðast yfir. Um þennan atburð hafa verið skrifaðar margar bækur og sýnist sitt hverjum. Sumum finnst að Kasparov hefði aldrei átt að samþykkja þetta einvígi. Hver hefur heyrt um heimsmeistara í spretthlaupi sem atti kappi við bíl?

Núorðið er það viðurkennt að tölvur (eða tölvuforrit) eru snjallari en menn í skák. Skákmenn eru jafnvel grunaðir um að notfæra sér síma eða smátölvur til að auka getu sína. Í framtíðinni verða skákmenn áreiðanlega að una því að fara í gegnum ítarlega líkamsskoðun áður en þeir geta sest að tafli. A.m.k. mun þetta verða svo í afdrifaríkum réttindaskákum.

Gaman væri að einhver fróður maður gerði grein fyrir því hver staðan er varðandi tölvuskák í dag. Ekki hef ég mikla hugmynd um það. Hygg þó að þeim fari hraðar fram en Carlsen og Caruana.

Sennilega er múslimahræðslan að ná hámarki hér á Vesturlöndum núna. Hef svolitla samúð með þeirri skoðun að Bandaríkjastjórn (og jafnvel fleiri ríkisstjórnir) ali á henni.

IMG 1598Húsaröð.

IMG 1602Til í allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sæmundur æfinlega - líka sem og aðrir gestir þínir !

Sem svar - við fyrirsögn þinni: Sæmundur.

Nei - þeirri spillingar- og undirmála tæfu hefi ég ekki gleymt / og mun seint og líklega ekki verða.

Þvílíkur gripur - þessi kvensnipt: sem og lungi hennar félaga svo sem / síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason 3.9.2014 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband