2216 - Hanna Birna hlýtur að hætta

Fréttatíminn, Fréttablaðið, Kjarninn, Nútíminn, DV, Morgunblaðið, Eyjan, Pressan, Egill Helgason, Jónas fyrrum ritstjóri, Miðjan og sjálfsagt ýmis fleiri blöð sem ég man ekki eftir í svipinn. Og svo öll sjónvörpin og útvörpin  maður lifandi. Það getur gert hvern mann vitlausan að ætla sér að reyna að fylgjast með þessu öllu saman. Er ekki áskrifandi að neinu svona og kannski er bara best að halla sér einkum að blogginu og fésbókinni og láta þetta alltsaman lönd og leið. Fréttir verða bara að finna mann í staðinn fyrir að maður þurfi að leita að þeim. Tístið, Instagrammið, Unglingabólurnar og allt þetta nýmóðins vesen má mín vegna líka alveg eiga sig. Timberlake jafnvel sömuleiðs.

Ég elska samsæriskenningar. Einhverjar þeirra hljóta að vera réttar. Mér finnst t.d. að lekamálið hljóti að tengjast átökum í blaðaheiminum, forystumálum í stjórnmálaflokkunum og jafnvel fyrirhuguðum breytingum á ríkisstjórninni. Verð að viðurkenna að ég á erfitt með að tengja Bárðarbungumálið við þetta altsaman. Samt hlýtur það að vera með í stóra samsæri samsæranna. Gott ef ríkisstjórnin og Alþingi er ekki flækt í það líka. Umboðsmaðurinn áreiðanlega.

Björg Thorarensem er greinilega komin í aftökusveitina. Hún segir að Innanríkisráðherra hefði alls ekki nein samskipti átt að hafa við lögregluna útaf lekamálinu og gagnrýnir Sigmund Davíð fyrir gjörðir sínar. Ekki er nokkur leið að vera henni ósammála. Undarlegt er að Simmi og Bjarni skuli enn freista þess að styðja Hönnu Birnu, þó með hálfum huga virðist vera. Eiginlega er hún núna komin í þá stöðu að þeir tveir og Stefán fyrrum lögreglustjóri ættu hægt með leggja pólitískan feril hennar í rúst auk þeirra blaðamann sem sannleikann þekkja. Allt virðist benda til að skrápurinn á henni sé jafnsterkur og jarðskorpan fyrir norðan. Almenningur bíður með öndina í hálsinum eftir því þessa dagana að fá að vita hvort gefur sig á undan.

Annars er allsekki grín gerandi að þeirri stjórnsýslulegu kreppu sem komin er upp vegna þeirrar áráttu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að þrjóskast við að sitja áfram sem ráðherra. Hún gerir ríkisstjórninni stóran óleik með því. Gaman verður að fylgjast með því hvernig þingmálin ganga fyrir sig á komandi þingi. Hræddur er ég um að mestallt púðrið fari í einskisverð aukaatriði og þetta þing komi alls engu í verk. Vantrauststillaga Pírata gæti vel fallið í aukaatriðisflokkinn.

Sko, nú er ég langt kominn með að skrifa heilt blogg að mestu um Hönnu Birnu, þó ég hati í raun og veru pólitík. Svona er nú tíkin sú einkennileg og uppáþrengjandi.

IMG 1563Íbúðarhús?

IMG 1564Snigill, eða eitthvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband