20.8.2014 | 12:15
2212 - Bárđarbunga, Hanna Birna og ýmislegt fleira
Ég er alveg sammála Sigrúnu Magnúsdóttur, formanni ţingflokks framsóknarflokksins, um ađ ţetta lekamál er búiđ ađ taka alltof langan tíma og alltof mikla orku. Ţetta hefur líka veriđ stríđ á milli frjálsrar fjölmiđlunar og stjórnkerfisins í landinu. DV og RUV hafa lagt sig í líma viđ ađ upplýsa máliđ, en mćtt eins mikilli andstöđu kerfisins og ţađ hefur ţorađ. Stuđningur annarra fjölmiđla hefur, einkum framanaf, veriđ í mýflugumynd. Nú vilja allir ţessa Lilju kveđiđ hafa. Ekki er ţetta mín einkaskođun heldur virđast margir vera á henni, jafnvel fólk sem styđur ríkisstjórnina ađ öđru leyti.
Hćgri og vinstri eru hugtök sem notuđ eru í stjórnmálum. Í hugum flestra hafa ţau ákveđna merkingu. Í mínum huga táknar vinstriđ fyrst og fremst jöfnuđ. Jöfnuđ í launum og á sem flestum sviđum öđrum. Ég ţykist hafa tekiđ eftir ţví ađ í ţjóđfélögum ţar sem ójöfnuđur ríkir sé ekki gott ađ eiga heima. Kannski er ţađ samt ágćtt fyrir ţá sem njóta góđs af ójöfnuđinum. Hćtt er viđ ađ ţeir séu bara svo fáir. Hinir sem fyrir barđinu á ójöfnuđinum verđa eru miklu fleiri. Fullkomnum jöfnuđi er alls ekki hćgt ađ ná. Ţví ţóttust kommúnistarnir í Sovétríkjunum sálugu ţó stefna ađ. Úr ţví varđ mikill ójöfnuđur. Svo mikil ađ međ ţví komst óorđ á jafnađarstefnuna.
Mér sýnist ađ ţetta blogg geti erđiđ einslags afsökunarblogg fyrir tćknihungrađa lesendur. Engin ástćđa er fyrir Íslendinga til ađ láta stríđsáróđur útlendinga hafa áhrif á sig. Ţrjú mál ber hćst hér innanlands um ţessar mundir: Lekamáiđ, Bárđarbungumáliđ og DV-máliđ. Ég hef reyndar ţá skođun á stríđsmálunum ađ ţar sé Gaza-máliđ notađ sem smoke-screen fyrir hitt sem sé miklu alvarlegra, en ţađ er önnur saga og verđur ekki reifuđ nánar hér.
Lekamáliđ er á ţví stigi ađ Hanna Birna er ekki nema hálfur ráđherra. Helsta vörn stuđningsmanna hennar ţessa dagana er ađ Jóhanna Sigurđardóttir hafi brotiđ lög og komist upp međ ţađ. Ýmislegt er athugvert viđ ţau rök. Hún braut lög međ ţví ađ ráđa karlmann í starf sem auglýst var. Úrskurđarnefnd jafnréttismála taldi hana hana hafa brotiđ lög međ ţví ađ ráđa ekki konuna. Úrskurđir ţeirrar nefndar hafa lagagildi og ţví bar henni ađ víkja. Ţetta eru veikburđa rök. Afbrot eins núlla ekki út afbrot annarra, ţó ráđherrar séu. Ţađ er gömul saga og ný. Auk ţess eru málin á margan hátt eđlisólík.
Sennilega er ekki mikiđ ađ marka mínar skođanir í Bárđarbungumálinu. Held samt ađ ekkert verđi úr neinu gosi. Međal ástćđna fyrir ţví ađ Sýslumenn og ađrir stjórar hafa nú bannađ umferđ um stóran hluta hálendisins, er ţörf ţeirra til ađ sýna vald sitt. Ţessu banni verđur ekki auđveldlega aflýst. Ţó ekkert verđi úr gosi er vel hćgt ađ viđhalda hćttuástandinu lengi.
Reynir Traustason kann ađ vera á útleiđ úr ritstjórastól DV. Held ţó ađ ţađ tengist lítiđ lekamálinu og ţá ekki nema óbeint en sé vegna hatrammrar valdabaráttu um ţetta eina dagblađ sem heldur upp harđri gagnrýni á stjórnvöld. Ţó ţađ geri stundum (oft) of mikiđ úr hlutunum og ljái ţeim rúm eftir eigin hentugleikum er ţví ekki ađ neita ađ neikvćđnin og gagnrýnin á stjórnvöld, svo sjálfsögđ sem hún er, á sér einkum stađ á ţessu blađi. Önnur koma svo á eftir ef öruggt er ađ engin áhćtta fylgir ţví.
Rćktunarstöđ Reykjavíkurborgar.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.