17.8.2014 | 23:43
2211 - Skelfing er mér SDG hugleikinn
Útivera er engu lík. Á tíunda áratug síðustu aldar fór ég gangandi í þónokkrar ferðir um hálendi landsins. T.d. Laugaveg (milli Landmannalauga og Þórsmerkur), Kjöl og Hornstrandir Einnig hef ég klifið flest fjöll hér í nágrenni Reykjavíkur. Túristar voru hvergi til trafala. Auðvelt var að fá inni í skálum á Laugavegi og Kili á þessum tíma og svo var auðvitað hægt að tjalda hvar sem er. Atvik úr þessum ferðum eru mörg eftirminnileg. Man að á meðan við vorum í Hornstrandaferðinni lauk heimsmeistarakeppni í fótbolta. Viku eftir að við komum úr ferðinni datt mér í hug að spyrja hvaða landslið hefði unnið heimsmeistaratitilinn. Samt var ég á þessum tíma ekkert áhugalausari um boltaíþróttir en gengur og gerist.
Nú er Simmi að tala við stofnfrumuna sína:
Finnst þér að ég ætti að leyfa Hönnu Birnu að hætta?
Já, þetta er nú búið að vera bölvað ströggl hjá henni. Ætli hún yrði ekki bara fegin að losna!
Sko, við Framarar höfum alltaf viljað skipta og gera breytingar á ráðherraliðinu. Sigrún getur hæglega bætt þessu á sig og þá erum við með fleiri ráðherra en þeir. Það er bara sanngjarnt. Þannig átti það að sjálfsögðu að vera allan tímann. Og þá slepp ég líka við allar vitleysurnar frá Vigdísi.
En heldurðu að Bjarni samþykki þetta?
Ég segi honum að þetta sé eina leiðin, og þá samþykkir hann strax.
Ja, kannski hann vilji að nýr ráðherra verði sjálfstæðismaður.
Það er ómögulegt. Ég var búinn að segja að ráðherrar okkar yrðu jafnmargir áður en yfir lyki.
Já, en ekki fleiri. Er það ekki svolítið bratt. En við getum svosem reynt.
Já, þetta er samt bölvað klúður. Einhverju verður að breyta.
Einelti getur verið með ýmsu móti. Skólaeinelti og allskyns ofbeldi sem þar þrífst er þekkt fyrirbrigði. Margir hafa orðið fyrir því og náð samt tökum á lífinu. Nú er það kallað einelti sem áður var kallað ´að skilja útundan´ Slíkt einelti getur verið alveg eins slæmt og hitt. Nafngiftir skipta litlu. Segja í mesta lagi til um þjóðfélagsástand. Hægt er að leggja fullorðið fólk í einelti og oft er það gert á vinnustöðum. Einnig má í því sambandi nefna að Tíma-Tóti, Þórarinn Þórarinsson, sem var ritstjóri Tímans í gamla daga og á margan hátt framarlega í stjórnmálum þess tíma, var alltaf látinn vera með kopp hjá sér eða á höfðinu á öllum skopmyndateikningum. Vel má kalla það einskonar einelti. Eflaust hefur það stuðst við einhvern brandara um hann, en ekki hef ég hugmynd um af hverju koppurinn var ævinlega þarna. Pólitíkusar dagsins kvarta stundum undan einelti en mér finnst það ekki vera einelti þó gert sé grín að þeim. Stjórnmálaumræðan hér á landi er samt oft óþarflega harkaleg.
Ef það verður úr eldgosi í Vatnajökli núna verður það algjört túristagos. Ekki nenni ég þangað og ekki verður okkur hætt þessvegna hér í Kópavogi. Ef þetta gos verður nægilega lítið og langvarandi gæti það vel haft jákvæð áhrif á ferðamannastrauminn hingað. Ef ekkert merkilegt gerist í gosmálum getur aftur á móti hæglega tekið fyrir hann hvenær sem er. Hve mörg hótel sem byggð verða.
Hér er búið að leggja útfararstofu Íslands niður.
Blóm.« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Já, já Sæmundur, Þú ert ljóslega með Simma maníu.
En læknirinn minn ágætur og gamall segir að það sé ekkert hættulegt.
Þannig að þú skalt bara halda áfram að hafa Simma maníu.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.8.2014 kl. 11:40
Það er sennilega betri manía en mörg önnur. Takk Hrólfur.
Sæmundur Bjarnason, 18.8.2014 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.